A-sveit Goðans

Fyrri hluti Íslandsmóts Skákfélaga fór fram um helgina í Rimaskóla. A-liðið er sem stendur í 4. sæti í 3. deild með 5 liðstig og 13 vinninga eftir 4 umferðir. B og C-liðin tefldu í 4 deild og er C-liðið í 8. sæti með 4 liðsstig og 14,5 vinninga. B-liðið er í 10. sæti einnig með 4 liðsstig en 11 vinninga. Báðar sveitir hafa staðið sig vel og þá sérstaklega C-liðið, sem hefur komið á óvart og unnið stóra og óvænta sigra í mótinu.

Oleksandr Matlak stóð undir væntingum. Hann fékk 3,5 vinninga úr 4 skákum

Framistaða A-liðs Goðans

A-liðið fékk A-lið SSON (Selfoss) í fyrstu umferð og gerði 3-3 jafntefli. Smári og Hermann unnu sínar skákir, Oleksandr Matlak og Tómas gerðu jafntefli en Rúnar og Kristján töpuðu.

A-liðið fékk KR-c sveit í annari umferð og sú viðureign tapaðist 2,5-3,5. Oleksandr og Tómas unnu sínar skákir, Smári gerði jafntefli, en Ingi Tandri, Rúnar og Kristján töpuðu.

A-liði fékk B-sveit Fjölnis í 3 umferð og gerði 3-3 jafntefli. Oleksandr og Ingi Tandri unnu, Rúnar og Smári gerðu jafntefli en Tómas og Kristján töpuðu. Þrátt fyrir brösótt gegni í fyrstu þremur umferðunum var Goðinn samt í 4 sæti deildarinnar fyrir síðust umferðina í fyrri hlutanum. Skagfiðingar biðu okkar og sigur gegn þeim var nauðsynlegur. Það gekk eftir.

A-sveitin vann 4,5-1,5 gegn Skagfirðingum. Oleksandr, Tómas, Ingi Tandri og Smári unnu, Rúnar gerði jafntefli en Kristján tapaði. Flottur og nauðsynlegur sigur gegn þéttri sveit sem var í efsta sætinu fyrir umferðina.

Staðan í 3. deild.  (Þrjár umferðir eftir)
Rk. SNo Team Games   +   =   –  TB1  TB2  TB3
1 7 Skákdeild Fjölnis b-sveit 4 3 1 0 7 18 0
2 1 Skákfélag Sauðárkróks 4 3 0 1 6 14,5 0
3 5 SSON a-sveit 4 2 1 1 5 13 0
4 4 Skákfélagið Goðinn 4 1 2 1 4 13 0
5 3 Taflfélag Vestmannaeyja b-sveit 4 2 0 2 4 12 0
6 6 Skákdeild KR c-sveit 4 2 0 2 4 11 0
7 8 SSON b-sveit 4 1 0 3 2 9 0
8 2 Taflfélag Reykjavíkur e-sveit 4 0 0 4 0 5,5 0
B-sveit Goðans

Framistaða B og C-liða Goðans

B-sveitin byrjaði mótið á frekar óvæntum en góðum sigri á Víkingaklúbbnum-C 4,5 gegn 1,5. Ingi Hafliði, Ævar, Tryggvi og Hilmar, (sem fékk ekki andstæðing) unnu sínar skákir, Benedikt Þór gerði jafntefli en Adrian tapaði. Flott byrjun hjá B-liðinu.

C-sveitin tapaði með minnsta mun gegn C-sveit TV 2,5-3,5. Nýjustu meðlimir Goðans, Lárus Sóberg Guðjónsson og Ásgeir Magnússon unnu sínar fyrstu kappskákir fyrir Goðann, Sighvatur gerði jafntefli en Hannibal, Kristijonans og Sigmundur töpuðu.

Í annari umferð vann B-sveitin KR-d 4,5-1,5. Adrian, Ingi Hafliði, Benedikt Þór og Hilmar unnu sínar skákir, Ævar gerði jafntefli en Hermann tapaði.

C-sveitin vann stóran 6-0 sigur á KR-g sveit sem var skipuð mjög ungum skákmönnum. Hannibal, Kristionas, Lárus Sóberg, Sighvatur, Sigmundur og Ásgeir tefldu. Sigmundur Þorgrímsson vann þar með sína fyrstu kappskák.

B-sveitin paraðist gegn ofursveit Dimons í 3. umferð og töpuðu 0-6. Stigamunurinn á boðunum var 500-600 stig og því fór sem fór. Hermann, Adrian, Ævar, Benedikt Þór, Hilmar og Kristijonas tefldu í B-sveitinni í þessari viðureign.

C-sveitin
C-sveit Goðans

Á sama tíma vann C-sveitin Grindvíkinga 4,5-1,5. Sighvatur, Aðalsteinn, Alfreð og Ásgeir unnu sínar skákir. Lárus gerði jafntefli en Sigmundur tapaði. Aðalsteinn og Alfreð komu inn sem varamenn í þessari umferð og unnu báðir. Aðalsteinn var að vinna síða aðra skák fyrir Goðann en Alfreð sína fyrstu. Ásgeir Magnússon á 6. borði var þegar hér var komið sögu, búinn að vinna allar sínar skákir í frumraun sinni með Goðanum, en hann hafði aldrei teflt kappskák áður. Með þessari óvæntu en glæsilegu frammistöðu C-sveitarinnar var hún komin upp í 3. sætið í deildinni í bili og B-sveitin var í 6. sætinu.

B-sveitin fékk B-sveit Vinaskákfélagsins í 4. umferð og tapaði 2-4. Ingi Hafliði og Hilmar unnu sínar skákir, en Hermann, Adrian, Benedikt og Tryggvi töpuðu. Ingi Hafliði var að vinna sína þriðju skák í mótinu og eini félagsmaðurinn sem endaði með 100 % skor, fyrir utan Aðalstein og Alfreð sem tefldu bara eina skák. C-sveitin tefldi gegn E-sveit KR og töpuðu 1,5-4,5. Kristijonas vann sína skák og Lárus gerði jafntefli. Hannibal, Sighvatur, Sigmundur og Ásgeir töpuðu.

Staðan í 4.deild. (Ekki búið að para í 5. umferð)

Rk. SNo Team Games   +   =   –  TB1  TB2  TB3
1 9 Dímon a-sveit 4 4 0 0 8 23 0
2 14 Vinaskákfélagið b-sveit 4 3 0 1 6 16,5 0
3 17 Skákdeild KR e-sveit 3 2 1 0 6 16,5 0
4 2 Skákfélag Akureyrar c-sveit 4 3 0 1 6 15 0
5 10 Dímon b-sveit 4 2 1 1 5 14 0
6 13 Vikingaklúbburinn c-sveit 3 2 0 1 5 13,5 0
7 15 Skákdeild KR d-sveit 4 2 1 1 5 12,5 0
8 11 Skákfélagið Goðinn c-sveit 4 2 0 2 4 14,5 0
9 6 Skákfélag Grindavíkur 4 2 0 2 4 11,5 0
10 5 Skákfélagið Goðinn b-sveit 4 2 0 2 4 11 0
11 8 Skákdeild Fjölnis c-sveit 4 1 1 2 3 9 0
12 12 Breiðablik d-sveit 4 1 1 2 3 8,5 0
13 3 Taflfélag Vestmannaeyja c-sveit 4 1 1 2 3 8 0
14 4 Breiðablik e-sveit 4 1 0 3 2 9 0
15 7 Taflfélag Reykjavíkur f-sveit 4 1 0 3 2 8,5 0
16 16 Skákdeild KR f-sveit 3 0 0 3 1 8,5 0
17 1 Skákdeild KR g-sveit 3 0 0 3 1 4,5 0

 

Árangur einstaklinga.

Oleksandr Matlak tefldi á 1. borði í A sveit Goðans og fékk 3,5 vinninga af 4 mögulegum. Mjög fín frammistaða hjá honum eins og við vorum að vonast eftir.
Smári Sigurðsson tefldi á 4-5 borði í A-sveit Goðans og fékk 3 vinninga af 4 mögulegum. Traust frammistaða hjá Smára eins og venjulega.
Tómas Veigar Sigurðarson tefldi á 2. borði í A-sveitinni og fékk 2,5 vinninga af 4 mögulegum.
Ingi Tandri Traustason tefldi á 3. borði í A-sveit og fékk 2 vinninga af 3 mögulegum.
Ingi Hafliði Guðjónsson tefldi í B-sveitinn og fékk 3 vinninga af 3 mögulegum. Ingi var eini skákmaður Goðans sem náði 100% árangri. Frábært hjá Inga.
Lárus Sóberg Guðjónsson (eldri bróðir Inga Hafliða) tefldi í C-sveit Goðans og fékk einnig 3 vinninga en í 4 skákum. Mjög góð frumraun hjá Lárusi með Goðanum.
Ásgeir Magnússon tefldi í C-sveit og fékk einnig 3 vinninga úr 4 skákum. Rétt eins og Lárus var Ásgeir að tefla í fyrsta skipti fyrir Goðann og hann var einnig að tefla sínar fyrstu kappaskákir frá upphafi. Mjög góð byrjun hjá þeim báðum.
Hilmar Freyr Birgsson sem tefldi í B-sveiti fékk 3 vinninga af 4 mögulegum. Einn kom reyndar þar sem vantaði andstæðing.
Sighvatur Karlsson tefldi í C-sveit og fékk 2,5 vinninga úr 4 skákum.
Kristijonas Valanciunas tefldi í C-liðinu og fékk 2 vinninga úr 4 skákum (ein skák með B-liðinu)
Ævar Ákason tefldi í B-sveit og fékk 1,5 vinninga úr 3 skákum.
Aðalsteinn Leifs Maríuson tefldi eina skák í C-liðinu og vann hana
Alfreð Steinmar Hjaltason tefldi líka eina skák í C-liðinu og vann hana líka.
Tryggvi Þórhallsson tefldi tvær skákir í C-liðinu og vann aðra þeirra.

Aðrir fengu minna en 50% af möglegum vinningum.

Ingi Hafliði Guðjónsson græðir mest á stigum eða 46 stig
Kristijonas Valanciunas græðir +32 stig
Hilmar Freyr Birgisson græðir +28 stig
Oleksandr Matlak græðir +16 stig
Smári Sigurðsson græðir +12 stig

Aðrir græða lítillega, standa næstum í stað, eða tapa stigum eftir mótið. Líklegt er að Lárus vinni sér inn sín fyrstu skákstig 1. nóvember nk. Benedikt Þór og Tryggvi Þórhallsson gætu líka landað sínum fyrstu kappskákstigum. Það er þó meiri óvissa með það.

Ingi Hafliði Guðjónsson vann allar sínar þrjár skákir og græðir 46 stig

Heildar frammistaða liða Goðans má segja að hafi verið á pari. Frammistaða C-sveitarinnar var sérstaklega góð og langt yfir pari. Meira en helmingur liðsmanna voru að tefla í fyrsta skipti með Goðanum á Íslandsmóti skákfélaga og stóðu sig mjög vel. Frammistaða B-liðsins var á pari. Sveitin átti fína spretti og er búin að tefla við ofursveit Dímons og því ekkert nema bæting framundan. Ólíklegt er þó að B eða C sveitir Goðans nái í verðlaunasæti, en maður veit aldrei. Frammistaða A-sveitarinnar var nokkuð undir pari, en seinni hálfleikurinn er eftir og ef þrír sigrar að vinnast í seinni hlutanum, er verðalaunasæti ekki ólíkleg niðurstaða. Fall úr 3. deild er ekki á dagskrá.

21 skákmaður tefldi fyrir Goðann á 18 borðum í fyrri hluta Íslandsmót Skákfélaga núna. Kristijonas, Lárus Sólberg, Sigmundur og Ásgeir voru að tefla í frysta skipti með Goðanum í sveitakeppni og Sigmundur og Ásgeir voru auk þess að tefla sínu fyrstu kappskákir á ferlinum.

Seinni hlutinn fer fram helgina 1-3 mars 2024.

Hermann Aðalsteinsson formaður Skákfélagsins Goðans.

Sigmundur Þorgrímsson. Mynd Hallfríður Sigurðardóttir
Ásgeir Magnússon. Mynd Hallfríður Sigurðardóttir
Lárus Sólberg Guðjónsson. Mynd Hallfríður Sigurðardóttir
Ingi Tandri Traustason
Kristján Ingi Smárason. Mynd Hallfríður Sigurðardóttir
Ævar Ákason. Mynd Hallfríður Sigurðardóttir
Hermann Aðalsteinsson. Mynd Hallfríður Sigurðardóttir
Adrian Benedicto. Mynd Hallfríður Sigurðardóttir
Benedikt Þór Jóhannsson. Mynd Hallfríður Sigurðardóttir
Sighvatur Karlsson. Mynd Hallfríður Sigurðardóttir
B-liðið gegn Vinaskákfélaginu. Mynd Hallfríður Sigurðardóttir. Ingi Hafliði, Benedikt og Tryggvi.
Halldór Grétar og Sighvatur

 

Oleksandr Sulypa og Oleksandr Matlak