26.11.2011 kl. 10:42
Íslandsmótið í atskák. Einar Hjalti í 2-3 sæti.

Einar Hjalti Jensson (2236) er í 2-3. sæti á Íslandsmótinu í atskák sem hófst í gærkvöld. Einar hefur 2,5 vinninga eftir þrjár umferðir af 7, en fjórir efstu menn ávinna sér rétt til að
keppa í úrslitakeppni.
Alþjóðlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2452) er efstur með
fullt hús.
Mótinu verður framhaldið á morgun með umferðum
4-7. Aðeins 17 keppendur taka þátt í mótinu.
Úrslit, stöðu og pörun 4. umferðar má finna á Chess-Results.
