Goðinn á afmæli í dag.

Skákfélagið Goðinn á afmæli í dag, 15 mars og er því 3ja ára. Skákfélagið Goðinn var formlega stofnað 15 mars 2005 á Fosshóli og fyrsta stjórn félagsins kjörin. Hún situr reyndar enn,óbreytt, en hana skipa, Hermann Aðalsteinsson formaður Hallur Birkir Reynisson gjaldkeri og Ármann Olgeirsson ritari.

Félagið hefur dafnað vel á þessum þremur árum sem liðin eru og skráðir félagar eru 25 talsins, en stofnfélagar vor 11.  Aðalfundur félagsins verður haldinn miðvikudagskvöldið 19 mars á Fosshóli og verður þar m.a tekin ákvörðun um merki fyrir félagið. Undanfarið hefur farið fram kosning hér á blogginu um merki fyrir félagið. Engin tillaga fékk hreinan meirihluta atkvæða, þannig að kosið verður á milli 3ja efstu tillagnanna.

Það er mikilvægt að sem flestir komi á aðalfundinn og taki þátt í að velja merki fyrir félagið. EN, þeir félagsmenn sem geta af einhverjum ástæðum ekki komið á fundinn er bent á að kjósa hér á blogginu með því að skrifa athugasemd við þessa blogg-færslu.

Í forkosninguni fengu eftirfarandi tillögur flest atkvæði. 1-G, 5 atkvæði 1-C, 3 atkvæði og 4-A, 3 atkvæði.  Alls kusu 15 félagsmenn.   Hér fyrir neðan eru tillögurnar þrjár sem komust í úrslit.

(Þið klikkið á: skrá tengd þessari blogg-færslu og þá koma tillögurnar í ljós)

Þá er bara að kjósa rétt !