31.5.2013 kl. 22:42
Íslandsmótið – Loftur vann Braga
Opna Íslandsmótið í skák byrjaði heldur betur með látum. Mikið um óvænt úrslit og bar það helst til tíðinda að Goð-Mátinn Loftur Baldvinsson, vann alþjóðlega meistarann Braga Þorfinnsson með glæsilegri fléttu. Goð-Mátinn Kristján Eðvarðsson vann Bald Teodor Petterson frá Svíþjóð. Skoða má skák Lofts við Braga hér ásamt fleiri skákum úr fyrstu umferð.
Loftur Baldvinsson þungt hugsi.
Tvær umferðir fara fram á morgun. Sú fyrri hefst kl. 10 og sú síðari kl. 17. Áhorfendur eru velkomnir á staðinn en góðar aðstæður er fyrir áhorfendur á skákstað auk einstaks útsýnis. (skák.is)
