Smári efstur á æfingu.

Smári Sigurðsson varð langefstur á skákæfingu sem fram fór í gærkvöld. Smári leyfði aðeins jafntefli við Hlyn og Heimi en vann aðrar skákir. Tefld var tvöföld umferð af 5 mín skákum.

Úrslit kvöldsins:

1. Smári        11 vinninga af 12 
2. Sigurbjörn    6 1/2
3. -4. Hlynur    6
3.- 4. Ævar      6
5. -6. Snorri     5
5. – 6. Heimir    5
7. Sigurgeir      2 1/2
Þetta var síðasta skákæfing ársins 2011. Næsti viðburður hjá Goðanum er hraðskákmót Goðans 2011 en það fer fram 27 desember kl 20:00.