Íslandsmótið. Okkar menn stóðu sig með sóma

Hannes Hlífar Stefánsson varð Íslandsmeistari í skák í gærkvöld eftir sigur á Birni Þorfinnssyni í einvígi, 1,5-0,5. Þetta er tólfti Íslandsmeistari Hannesar sem hefur unnið titilinn langoftast allra.

Kristján Eðvarðsson varð í 8-13 sæti með 6,5 vinninga og Loftur Baldvinsson varð 23-28. sæti með 5,5 vinninga. Báðir unnu sínar skákir í 9. og 10. umferð.