20.2.2014 kl. 10:03
Jakob Sævar efstur á Meistaramóti Skákfélags Sauðárkróks
Þeir Jakob Sævar Sigurðsson og Hörður Ingimarsson gerðu jafntefli í 4. umferð Meistaramóts Skákfélags Sauðárkróks sem fram fór í gærkvöldi í mikilli baráttuskák. Þór Hjaltalín sigraði Einar Örn Hreinsson, Birkir Már Magnússon sigraði Guðmund Gunnarsson og loks sigraði Jón Arnljótsson Sigurð Ægisson.

Að lokinni 4 umferð er Jakob efstur með 3½ vinning. Birkir Már Magnússon er með 3 vinninga en Jón Arnljótsson og Hörður Ingimarsson með 2½ vinning. Flestir hinna hafa 2 vinninga.
Jakob Sævar th.
Í lokaumferðinni mætast Jakob Sævar og Birkir Már í hreinni úrslitaskák um sigur í mótinu. Jón Arnljótsson mætir Þór Hjaltalín, Unnar Ingvarsson mætir Herði Ingimarssyni og þeir Einar Örn Hreinsson og Guðmundur Gunnarsson leiða saman hesta sína.
