Jakob Sævar Sigurðsson vann öruggan sigur á jólamóti Goðans sem fram fór á Húsavík 28 desember. Jakob fékk 4,5 vinninga af 5 mögulegum. Rúnar Ísleifsson og Adam Ferenc Gulyas komi næstir með 3 vinninga en Rúnar fékk annað sætið á oddastigum.
Mótið var frekar fámennt að þessu sinni en 6 keppendur tóku þátt. Allir tefldu við alla og tímamörk voru 10+2.
Name | Rating | Pts | ||
---|---|---|---|---|
1. | Sigurdsson, Jakob Saevar | 1834 | 4.5 | |
2. | Isleifsson, Runar | 1903 | 3.0 | |
3. | Gulyas Adam Ferenc | 1804 | 3.0 | |
4. | Sigurdsson, Smari | 1919 | 2.5 | |
5. | Smarason, Kristjan Ingi | 1664 | 2.0 | |
6. | Adalsteinsson, Hermann | 1692 | 0.0 |
Þetta var síðasti viðburður ársins 2024 hjá Goðanum. Árið 2025 verður viðburðaríkt enda 20 ára afmælisár félagsins og allt stefnir í glæsilegt afmælismót í Skjólbrekku 13-16 mars.