Rúnar, Jakob Sævar og Adam

Jakob Sævar Sigurðsson vann öruggan sigur á jólamóti Goðans sem fram fór á Húsavík 28 desember. Jakob fékk 4,5 vinninga af 5 mögulegum. Rúnar Ísleifsson og Adam Ferenc Gulyas komi næstir með 3 vinninga en Rúnar fékk annað sætið á oddastigum.

Mótið var frekar fámennt að þessu sinni en 6 keppendur tóku þátt. Allir tefldu við alla og tímamörk voru 10+2.

 Name Rating Pts
1. Sigurdsson, Jakob Saevar 1834 4.5
2. Isleifsson, Runar 1903 3.0
3. Gulyas Adam Ferenc 1804 3.0
4. Sigurdsson, Smari 1919 2.5
5. Smarason, Kristjan Ingi 1664 2.0
6. Adalsteinsson, Hermann 1692 0.0

Mótið á Chess-manager

Þetta var síðasti viðburður ársins 2024 hjá Goðanum. Árið 2025 verður viðburðaríkt enda 20 ára afmælisár félagsins og allt stefnir í glæsilegt afmælismót í Skjólbrekku 13-16 mars.