Jólabikarmót GM Hellis í Mjóddinni fer fram 30. desember nk.

Jólabikarmót GM Hellis hér syðra fer fram mánudaginn 30. desember nk og hefst taflið kl. 19.30. Fyrirkomulagið verður þannig að tefldar verða hraðskákir með fimm mínútna umhugsunartíma og eftir Monrad kerfi. Eftir fimm töp falla keppendur úr leik. Þannig verður teflt þangað til einn stendur eftir og allir andstæðingarnir fallnir úr leik. Teflt er í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Þrír efstu fá bikara í verðlaun. Þátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).