Jón Olav Fivelstad lék á alls oddi á hraðkvöldi sem haldið var 31. október sl. Stigahærri andstæðingar voru honum engin fyrirstaða að þessu sinni og þegar upp var staðið voru 8,5v í húsi hjá honum af 10 mögulegum og fyrsta sætiðð var hans. Þátttakendur tefldu tvöfalda umferð og Jon Olav missti einn vinning niður gegn Vigfúsi Ó. Vigfússyni og hálfan vinning niður gegn Omari Salama. Þeir komu svo næstir, Vigfús í öðru sæti með 8v og Omar þriðji með 7,5v. Jón Olav dró Pétur Jóhannesson í happdrættinu. Pizzumiðarnir frá Dominos voru búnir þannig að þeir fengu báðir úttektarmiða hjá Saffran. Næsta mánudag 7. nóvember verður Hraðskákmót Hugins.
Lokastaðan á hraðkvöldinu:
- Jón Olav Fivelstad, 8,5v/10
- Vigfús Ó. Vigfússon, 8v
- Omar Salama, 7,5v
- Smári Arnarson, 4v
- Björgvin Kristbergsson 2v
- Pétur Jóhannesson
Úrslitin í chess-results: