23.1.2011 kl. 17:23
Kristján Eðvarðsson gengur í Goðann.
Kristján Eðvarðsson hefur gengið til liðs við Goðann og er félaginu mikill fengur að komu hans.
Kristján Eðvarðsson tv. Mynd fengin af skák.is
Kristján vakti snemma athygli fyrir mikla skákhæfileika og snarpa taflmennsku. Hann varð
m.a. tvisvar sinnum skólameistari Skákskóla Íslands og árið 1997 varð þessi geðþekki ungi skákmaður haustmeistari TR.
m.a. tvisvar sinnum skólameistari Skákskóla Íslands og árið 1997 varð þessi geðþekki ungi skákmaður haustmeistari TR.
Kristján náði 2-3 sæti á alþjóðlega Guðmundar Arasonar mótinu árið 1999, þar sem hann tapaði aðeins einni skák, og árið 2000 varð hann m.a. atskákmeistari Reykjavíkur.
Meðal fleiri afreka Kristjáns má nefna að hann varð Íslandsmeistari með A
sveit Hellis og keppti auk þess á Evrópumótum fyrir hönd þess ágæta félags.
Við bjóðum Kristján velkominn í Goðann.

