26.3.2010 kl. 16:27
Kristófer og Sigtryggur skólaskákmeistarar í Stórutjarnaskóla.
Skólaskákmót Stórutjarnaskóla fór fram nú í vikunni. Kristófer Már Gunnarsson varð skólameistari í eldri flokki, og fékk 4 vinninga af 5 mögulegum. Í öðru sæti varð Hafrún Huld Hlinadóttir einnig með 4 vinninga og í þriðja sæti varð Silja Rúnarsdóttir með 3 vinninga.
Sigrtyggur Vagnsson varð skólameistari í yngri flokki með 5 vinninga, en Sigtryggur var eini keppandinn sem vann allar sínar skákir. Í öðru sæti varð Ingi Þór Halldórsson með 4 vinninga og Tryggvi Snær Hlinason varð þriðji einnig með 4 vinninga.

Tryggvi Snær, Ingi Þór, Sigtryggur, Silja, Hafrún og Kristófer.
Sigurvegararnir fengu báðir sérmerktan bol frá Skákfélaginu Goðanum í mótslok, en Hermann formaður afhenti þeim hann.
Metþátttaka var í mótinu, en alls tefldu 35 krakkar á skólamótinu í ár. Tefldar voru skákir með 10 mín umhugsunartíma á mann, alls 5 umferðir. Skákstjóri var Hermann Aðalsteinsson frá skákfélaginu Goðanum.
Úrslitaskákin var tefld í síðustu umferð en þá mættust Ingi Þór og Sigtryggur. Báðir voru með fullt hús vinninga fyrir lokaumferðina. Ingi Þór vann drottninguna af Sigtrygg snemma í skákinni og allt leit út fyrir sigur Inga Þórs. Sigtryggur náið að snúa skákinni sér í hag þegar hann vann drottninguna af Inga til baka, ásamt fleiri mönnum og náði svo að máta Inga.
Úrslit:
1. Sigtryggur Vagnsson 5 vinn af 5 mögul.
2-5. Ingi Þór Halldórsson 4
Tryggvi Snær Hlinason 4
Kristófer Már Gunnarsson 4
Hafrún Huld Hlinadóttir 4
6. Guðbjörg 3.5
7-16 Silja Rúnarsdóttir 3
Aldís Agnarsdóttir 3
Snorri Már Vagnsson 3
Jörundur 3
Auðunn 3
Pétur Ívar 3
Líney 3
Huldar Trausti 3
Aron 3
Sóley Hulda 3
17-21 Bjargey 2,5
Rebekka 2,5
Bjarni 2,5
Pétur Rósberg 2,5
Arnar 2,5
22-26 Steinþór 2
Unnur Ólsen 2
Helga 2
Sandra 2
Eyþór Kári 2
27-34 Unnur Jónasar 1,5
Kristján Davíð 1,5
Sigurbjörg 1,5
Marit 1,5
Guðný 1,5
Heiðrún Harpa 1,5
Elín Heiða 1,5
Dagbjört 1,5
35 Árný Ólsen 1
Teflt af krafti.
