Barna- og unglingaæfingum Hugins í Mjóddinni lýkur næsta mánudag 29. maí nk. Æfingarnar í vetur verða alls 33 að lokaæfingunni meðtalinni og hafa verið ágætlega sóttar. Engir hafa samt mætt betur í vetur en Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Rayan Sharifa.Þeir hafa mætt á allar æfingarnar og einnig á unglingameistarmót Hugins og páskaeggjamótið sem reiknast með í mætingunni svo alls eru þeir komnir með 35 mætingar í vetur og geta bætt við þeirri 36 á lokaæfingunni. Þeir sem hafa mætt 20 sinnum eða oftar í vetur fá bókarverðlaun á mánudaginn. Það hafa 12 krakkar náð því nú þegar og tveir eru með 19 mætingar og geta bæst við í þann hóp á mánudaginn eins og sést á yfirlitinu hér fyrir neðan.
Í stigakeppni vetrarins er löngu ljóst að Óskar Víkingur Davíðsson hefur sigrað. Hann er kominn með 56 stig og langt í næstu menn. Þetta er í þriðja sinn sem Óskar vinnur stigakepnina en í hin skiptin hefur smakeppnin verið meiri og í fyrst skiptið deildi hann fyrsta sætinu með Heimi Páli Ragnarssyni. Það er hins vegar mikil brátta um næst sæti því fjórir krakkar eiga möguleika á að ná 2. eða 3. sætinu en það eru Óttar Örn sem stendur best að vígi með 33 stig, Rayan með 31 stig, Stefán Orri Davíðsson með 30 stig og Batel Goitom Haile með 29 stig.
Á æfingunni verða tefldar 5 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 3 sekúndur á leik. Tvær umferðir verða með þemaskák og um miðbik æfingarinnar gerum við okkur dagamun.
Með besta mætingu eru:
Óttar Örn Bergmann Sigfússon 35 mætingar
Rayan Sharifa 35 —-„——
Gunnar Freyr Valsson 30 —-„——
Brynjólfur Yan Brynjólfsson 30 —-„——
Einar Dagur Brynjarsson 28 —-„——
Brynjar Haraldsson 27 —-„——
Óskar Víkingur Davíðsson 27 —-„——
Andri Hrannar Elvarsson 27 —-„——
Stefán Orri Davíðsson 26 —-„——
Batel Goitom Haile 26 —-„——
Zofia Momuntjuk 23 —-„——
Wiktoria Momuntjuk 21 —-„——
Bergþóra Helga Gunnarsdóttir 19 —-„——
Wibet Goitom Haile 19 —-„——
Efstir í stigakeppninni:
- Óskar Víkingur Davíðsson 56 stig
- Óttar Örn Bergmann Sigfússon 33 –
- Rayan Sharifa 31 –
- Stefán Orri Davíðsson 30 –
- Batel Goitom Haile 29 –
- Einar Dagur Brynjarsson 26 –
- Gunnar Freyr Valsson 16 –
- Þórdís Agla Jóhannsdóttir 13 –
- Andri Hrannar Elvarsson 12 –
- Wiktoria Momuntjuk 12 –
