Síðasta barna- og unglingaæfing  Hugins  fyrir sumarhlé var haldin 26. maí sl. Úrslitin í stigakeppni æfinganna var þá þegar ráðin. Óskar Víkingur Davíðsson var með 23 stiga forskot á Óttar Örn Bergmann Sigfússon sem ljóst var að ekki yrði brúað á þessari æfingu þar sem æfingin gaf mest 3 stig. Á lokaæfingunni voru þrír efstir og jafnir með 4v af fimm mögulegum en það voru Ótttar Örn Bergmann Sigfússon, Óskar Víkingur Davíðsson og Stefán Orri Davíðsson. Þeir unnu hvorn annan á víxl, Óttar Örn vann Óskar að ég tel í fyrsta sinn, Óskar vann Stefán Orra og Stefán Orri vann Óttar. Óttar Örn var efstur á stigum og hlaut fyrsta sætið, Óskar var annar og Stefán Orri þriðji.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í æfingunni tóku þátt: Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Óskar Víkingur Davíðsson, Stefán Orri Davíðsson, Brynjar Haraldsson, Einar Dagur Brynjarsson, Garðar Már Einarsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Rayan Sharifa, Bergþóra Helga Gunnarsdótttir, Gunnar Freyr Valsson, Gabríel Elvar Valgeirsson, Hans Vignir Gunnarsson og Alfreð Dossing.

 

 

 

Eftir lokaæfinguna er Óskar efstur í stigakeppni vetrarins með 56 stig, Óttar Örn í öðru sæti með 36 stig og síðan voru jafnir Stefán Orri Rayan með 31 stig og deildu þeir þriðja sætinu.  Þetta er fjórða árið í röð sem Óskar er í fyrsta sæti en í annað skiptið deildi hann því með Heimi Páli.Keppnin sem hann fékk þennan vetur var minni en síðasta vetur þegar Dawid fylgdi honum eins og skugginn.

 

 

 

Á þessum æfingum hafa verið veittar viðurkenningar fyrir framfarir á æfingunum yfir veturinn. Í þetta sinn var ákveðið að veita þrjár viðurkenningar. Þær hlutu Garðar Már Einarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Rayan Sharifa. Óttar Örn og Rayan komu upp úr yngri flokknum í byrjun vetrar. gengi þeirra fór svo vaxandi þegar leið á veturinn og í kokin enduðu þeir í öðru og þriðja sæti í stigakeppni æfinganna og tóku nánast öll stigin í eldri flokki æfinganna. Báðir hafa þeir tekið góðum alhliða framförum í vetur. Garðar Már byrjaði í lok nóvember og var getan ekki mikil til að byrja með. Hann bætti sig svo jafnt og þétt og náði áður en veturinn var á enda að vinna sína fyrstu æfingu og ná sér í nokkur önnur verðlaun.

Mánudagsæfingar sem eru opnar börnum og unglingum á grunnskólaldri voru uppstaðan í barna- og unglingastarfinu í vetur. Umsjón með þeim æfingum höfðu Alec Elías Sigurðarson, Erla Hlín Hjálmarsdóttir ogg Vigfús Ó. Vigfússon. Þessu til viðbótar var boðið upp á aukaæfingar fyrir félagsmenn á laugardögum og þriðjudögum þar sem farið var í ýmis grunnatriði í endatöflum, taktik og byrjunum. Æfingarnar í vetur voru vel sóttar en tæplega 100 börn og unglingar sóttu þær. Sumir mættu aðeins á fáar æfingar en kjarninn sem sótti æfingarnar mætti afar vel og fengu 14 viðurkenningu fyrir mætinguna í vetur en það voru: Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Rayan Sharifa, Gunnar Freyr Valsson, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Brynjar Haraldsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Andri Hrannar Elvarsson, Stefán Orri Davíðsson, Batel Goitom Haile, Zofia Momuntjuk, Wiktoria Momuntjuk, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Garðar Már Einarsson og Alfreð Dossing.

Nú verður gert hlé á Huginsæfingunum í Mjóddinni þangað til í haust þegar þær byrja aftur um mánaðarmótin ágúst – september.