27.2.2008 kl. 09:41
Lokaæfing fyrir Íslandsmótið í kvöld.
Í kvöld fer fram lokaskákæfing fyrir íslandsmót skákfélaga á Fosshóli. Tefld verður 1 skák á mann þar sem tímamörkin verða eins og á Íslandsmótinum, 90 mín + 30 sek/leik. Veitir sjálfsagt ekki af að æfa sig fyrir baráttuna sem er framundan um helgina !
Formaður vonast eftir því að sjá sem flesta og það skal tekið fram að æfingin er ekki eingöngu ætluð suðurförum, heldur öllum þeim sem áhuga hafa á að tefla kappskák, því þetta er að sjálfsögðu líka góð æfing fyrir skákþing Goðans í apríl.
Æfingin hefst kl 20:30 í kvöld. H.A.
