Smári efstur á lokaskákæfingunni. Hermann efstur samanlagt.

Smári Sigurðsson varð efstur á lokaskákæfingu Goðans sem fram fór í gærkvöld á Húsavík.  Smári fékk 8 vinninga af 9 mögulegum og var Heimir Bessason sá eini sem vann Smára.  Hermann Aðalsteinsson varð annar með 7 vinninga og dugði það honum til þess að verða efstur að samanlögðum vinningum á skákæfingunum í vetur.
Spennan var mikil milli Hermanns og Smára í gærkvöldi. Hermann var búinn að tapa tveimur skákum þegar koma að lokaumferðinni en Smári var búinn að vinna allar. Þar sem einungis munaði  þremur vinningum á þeim áður en skákæfingin hófst var forusta Hermanns aðeins einn vinningur og í síðustu umferð í gærkvöldi varð Hermann að vinna Ævar, að því gefnu Smári myndi vinna Heimi. Hermann vann Ævar en Smári lék illa af sér og tapaði fyrir Heimi.
Sigurbjörn var nokkuð öruggur með að halda þriðja sætinu í samanlögðu.

apríl 2011 001

Smári Sigurðsson, Hermann Aðalsteinsson og Sigurbjörn Ásmundsson.

Úrslit gærkvöldsins:

1.        Smári Sigurðsson                  8 af 9
2.        Hermann Aðaslteinsson        7
3.        Benedikt Þór Jóhannsson     6
4.        Sigurjón Benediktsson          5
5.        Sigurbjörn Ásmundsson        4,5
6.        Heimir Bessason                   4
7.        Valur Heiðar Einarsson         3,5
8-9.     Ævar Ákason                        3
8-9.     Hlynur Snær Viðarsson         3
10.      Snorri Hallgrímsson              1

Lokastaðan í samanlögðum vinningum í vetur: 

1.        Hermann Aðalsteinsson     90 vinningar
2.        Smári Sigurðsson               88
3.        Sigurbjörn Ásmundsson     72
4.        Heimir Bessason                49
5.        Ævar Ákason                     43
6.        Hlynur Snær Viðarsson      41,5
7.        Snorri Hallgrímsson           39,5
8.        Valur Heiðar Einarsson      29,5
9.        Sighvatur Karlsson            21
10.      Rúnar Ísleifsson                18
11.      Ármann Olgeirsson            15
12.      Benedikt Þór Jóhannsson   12
13.      Sigurjón Benediktsson         9
14.      Pétur Gíslason                    7
15.      Jakob Sævar Sigurðsson     5,5
16       Árni Garðar Helgason          5
17       Viðar Hákonarson                4
18       Róbert  Hlynur Baldursson   3,5
19.      Ísak Aðalsteinsson              2
20.      Fjölnir Jónsson                    1,5
21-22. Ingvar Björn Guðlaugsson  1
21-22. Ingi Þór Gunnarsson           1
23.      Jóhann Sigurðsson              0

Næsti viðburður hjá Goðanum er Sumarskákmót Goðans, en það verður væntanlega haldið sem útiskákmót í Vaglaskógi, í síðari hluta Júní og svo er stefnt að fjöltefli á Mærudögum á Húsavík í Júlí.