Hermann Aðalsteinsson gerði jafntefli við David M Yates (1498) í 7. og lokaumferðinni í Vegas.
Fyrir umferðina var Hermann í 18.-27. sæti með 3,5 vinninga – Spurningin er hvort jafnteflið dugar til að enda í 20. sæti eða ofar og vinna þar með 1.000$, eða hvort hann fer niðurfyrir 20. sætið og vinnur 600$.
Ekkert er að frétta af öðrum keppendum, enda mótið enn í fullum gangi.
Lokastaðan verður uppfærð þegar úrslit liggja fyrri og hafa verið birt, sem gerist líklega ekki fyrr en á morgun ef eitthvað er að marka fyrri reynslu af heimasíðuútgerð þeirra Vegasbúa.
Huginn óskar Hermanni til hamingju með fínan árangur í sínu fyrsta móti á erlendri grundu.
