Það skiptast á skin og skúrir hjá fulltrúa Hugins á einum stærsta skákviðburði ársins í Las Vegas. Eftir tvo sigra í röð, tapaði okkar maður í 6. umferð. Því miður liggur ekki fyrir við hvern Hermann tefldi í 6. umferð – heimasíða mótsins er í algjöru lamasessi þegar kemur að öðrum flokkum en þeim opna.

Hermann er í 18.-27. sæti með 3,5 vinninga. Það setur hann í ágæta stöðu fyrir lokaumferðina, enda peningaverðlaun fyrir efstu 50 sætin í hverjum flokki!

Þannig eru 600$ fyrir 21.-50. sæti – 1.000$ fyrir 7.-20. sæti – 2.000$ fyrir 6. sæti – 3.000$ fyrir 5. sæti – 5.000$ fyrir 4. sæti – 10.000$ fyrir 3. sæti – 20.000$ fyrir 2. sæti og 40.000$ fyrir 1. sætið!

6. sætið er því miður ekki raunhæfur möguleiki, en afar líklegt er að Hermann endi í einhverju 1.000$ sætana (7.-20.)

Meðreiðarsveinar formannsins áttu allir ágætan dag –

Í opnum flokki  heldur Dagur Arngrímsson áfram að standa sig vel og gerði jafntefli við GM Ruben Felgaer (2577) – Guðmundur Kjartansson gerði jafntefli við FM Kazim Gulamali (2271) og Björn Þorfinnsson vann indverjann Adithya B. (2289). Þeir félagar eru því allir með 3,5 vinning og mæta allir stórmeistara í lokaumferðinni.

Ólafur Kjartansson, sem teflir í u/2200 stiga flokki, tapaði sinni skák í 6. umferð. Í lokaumferðinni mætir hann Inimo Kigigha. Ólafur er í 39.-52. og á, með sigri í lokaumferðinni, góða möguleika á að vinna til verðlauna fyrir 21.-50. sæti eða 600$.

Hermann mætir David M Yates (1498) í 7. umferð sem hefst kl. 18:00.

Að lokum: Áfram Hermann!

Vegas_lokaumferð