7.4.2008 kl. 11:34
Ný íslensk skákstig
Stigalisti skáksambandsins var birtur í dag og miðast hann við 1 mars 2008. Einnig var birtur nýr atskákstigalisti og eru 3 félagsmenn að fá sín fyrstu stig á þeim lista. Þeirra hæstur er Smári Sigurðsson með heil 1935 stig ! Jakob kemur nýr inn með 1685 stig og Hermann nýr með 1350 stig. Þann 2 apríl var svo FIDE listinn birtur.
Skákstigalistarnir líta svona út.
Nafn. (stafrófsröð) Íslensk skákstig 1. mars 08 atskákstig 1. mars 08 FIDE 1.apr 08
Ármann Olgeirsson 1330
Baldur Daníelsson 1650
Baldvin Þ Jóhannesson 1445 1490
Einar Garðar Hjaltason 1655 1620
Heimir Bessason 1590
Hermann Aðalsteinsson 1350 ( Nýr inn)
Jakob Sævar Sigurðsson 1640 1685 ( Nýr inn) 1811
Pétur Gíslason 1715 1855
Rúnar Ísleifsson 1670 1705
Sighvatur Karlsson 1300
Sigurbjörn Ásmundsson 1385
Smári Sigurðsson 1640 1935 (Nýr inn)
Tómas Veigar Sigurðarson 1855 1835 2056
(Sigurjón Benediktsson 1520 1460 (Er ekki í Goðanum))
Það skal tekið fram að Skákþing Akureyrar 2008 og seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga eru ekki reiknuð inn í íslensku stigin þar sem að þau mót voru ekki hafin eða var ekki lokið 15 febrúar 2008, en þá var skiladagsetning fyrir mót til útreiknings á Íslenskum skákstigum fyrir 1 mars 2008.
Mót sem reiknuð voru inn sem einhverjir af okkar mönnum tóku þátt í eru : Goðinn-SAUST atskákmót og Skákþing Hafnarfjarðar. H.A.
