Ný alþjóðleg kappskákstig voru gefin út í dag sem gilda 1. febrúar. Adam Ference Gulyas (1754) hækkar mest eða um 51 stig. Kristján Ingi Smárason (1688) hækkar um 32 stig. Jakob Sævar Sigurðsson(1886) hækkar um 17 stig, Hermann Aðalsteinsson (1754) hækkar um 16 stig, Ingi Hafliði Guðjónsson (1718) hækkar um 14 stig og Ævar Ákason (1624) hækkar um 3 stig. Aðrir standa í stað eða lækka á stigum.
Hægt er að skoða þetta nánar hér
Og einnig hér
Reiknuð skákmót sem félagsmenn tóku þátt i voru Skákþing Goðans 2025. Skákþing Reykjavíkur og Skákþing Akureyrar koma inn 1. mars