Félagsheimilið Skjólbrekka í Mývatnssveit.

Nú eru um 6 vikur þangað til 20 ára afmælismót Goðans fer fram í Skjólbrekku í Mývatnssveit og hefur skráning farið vel af stað. Nú þegar eru skráðir 4 stórmeistarar til leiks, þeir Hannes Hlífar Stefánsson, Bragi Þorfinnsson og Þröstur Þórhallsson, auk enska stórmeistarans Simon Williams.

Auk þeirra eru 4 innlendir alþjóðlegir meistarar, tveir Fide meistarar og einn CM skráðir leiks. Alls eru núna 21 keppendur formlega skráðir og búast má við að á næstu vikum fjölgi skráðum keppendum talsvert.

Yfirlitsmynd af Skútustaðir Gistiheimili, Sel Hótel, Stella Rosa gistiheimili og Skjólbrekku lengst til hægri

 

Nokkrir mikilvægir punktar fyrir væntanlega keppendur.

Búið er að hnika aðeins til umferðatímunum á mótinu á þá leið að teflt verður kl 10:00 og kl 16.00 á föstudeginum og laugardeginum.  Sjá dagskrá mótsins hér.

Hægt er að kynna sér þetta nánar hér.

Vefur mótsins
Skráning í mótið 
Mótið á chess-results / þegar skráðir keppendur
Afmælismót Goðans 13-16 mars Skjólbrekku