Nú eru um 6 vikur þangað til 20 ára afmælismót Goðans fer fram í Skjólbrekku í Mývatnssveit og hefur skráning farið vel af stað. Nú þegar eru skráðir 4 stórmeistarar til leiks, þeir Hannes Hlífar Stefánsson, Bragi Þorfinnsson og Þröstur Þórhallsson, auk enska stórmeistarans Simon Williams.
Auk þeirra eru 4 innlendir alþjóðlegir meistarar, tveir Fide meistarar og einn CM skráðir leiks. Alls eru núna 21 keppendur formlega skráðir og búast má við að á næstu vikum fjölgi skráðum keppendum talsvert.

Nokkrir mikilvægir punktar fyrir væntanlega keppendur.
Búið er að hnika aðeins til umferðatímunum á mótinu á þá leið að teflt verður kl 10:00 og kl 16.00 á föstudeginum og laugardeginum. Sjá dagskrá mótsins hér.
Hægt er að kynna sér þetta nánar hér.
Vefur mótsins
Skráning í mótið
Mótið á chess-results / þegar skráðir keppendur
Afmælismót Goðans 13-16 mars Skjólbrekku