Ný skákstig sem gilda 1. júní voru gefin út í dag. Oleksandr Matlak hækkar mikið eða um heil 70 stig eftir frábæran árangur á mótum í Englandi nú á vordögum og er núna með 2235 stig. Hann er sem áður lang stigahæstur Goðamanna.
Engar breytingar eru á kappskákstigum félagsmanna Goðans hér heima, þar sem engin tók þátt í kappskákmóti í maí. En heilmiklar breytingar eru á at og hraðskákstigum félagsmanna enda mörg reiknuð mót í boði.
Adam Ferenc Gulyas hækkar mest bæði á at og hraðskákstigum eða um 48 og 40. Smári Sigurðsson hækkar um 17 og 19 stig og Hilmar Freyr Birgisson hækkar um 5,8 hraðskákstig. Aðrir standa því sem næst í stað eða lækka á stigum.
Ingimar Ingimarsson kemur nýr inn á hraðskákstigalistann með 1731 stig og Dorian Lesman einnig með 1643.
Fjórir utanfélagsmenn vinna sér inn sín fyrstu skákstig. Aðalsteinn Jóhann Friðriksson og Óskar Páll Davíðsson vinna sér inn sín fyrstu atskástig. Aðalsteinn er með 1751 og Óskar 1701. Báðir höfðu þeir innið sér inn hraðskákstig áður. Julian Southcott og Ben Southcott vinna sér inn sín fyrstu hraðskákstig. Ben kemur nýr inn á listann með 1596 og Juilan 1591.
Margir fleiri nýliðar tefldu á at eða hraðskákmótum hjá Goðanum í maí, en vantaði herslu muninn til að vinna sér inn skákstig og hefðu þurft að tefla á öllum mótunum sem í boði voru í maí.
Hægt er að skoða þetta hér. (skrifa nafnið sitt í leitarboxið)
Líka hægt að skoða hér á google.