Sumar/úti-skákmót Goðans 2024 fer fram laugardaginn 20 júlí á pallinum við Hlöðufell á Húsavík, ef verður leyfir. Mótið verður partur af heimsmets tilraun hjá Fide. Mótið verður opið öllum áhugasömum og ókeypis, en aðeins forskráðir geta tekið þátt. Búið er að opna fyrir skráningu í mótið sem fer fram hér.
Þegar skráðir keppendur.

Veitingastaðurinn Hlöðufell

Mótið verður 7 umferðir og verða tímamörkin 10 mín á mann. Það hefst kl 14:00 og áætluð mótslok eru um kl 16:00. Engin verðlaun verða veitt í mótinu enda er mótið haldið fyrst og fremst til gamans í tilefni dagsins.

Ef veður verður með verra móti verður mótið fært inn í Framsýnarsalinn.

20 júlí er alþjóðlegi skákdagurinn og FIDE heldur upp á 100 ára afmæli á árinu og því er efnt til þessa viðburðar. Reikna má með að tug þúsundir keppenda taki þátt í þessum degi út um allan heim og markmiðið er að sem flestar skákir verði tefldar. Guinness World Record heldur utan um viðburðinn, ásamt FIDE.

Nú þegar eru 128 mót skráð vegna þessa en skráningu lýkur 15. júlí. Reikna má með að mótunum eigi eftir að fjölga umtalsvert fram til 15. júlí.

Allar nánari upplýsingar um mótið veitir Hermann í síma 8213187. Einnig verður hægt að senda inn fyrirspurn á netfangið: lyngbrekku@simnet.is