7.4.2008 kl. 21:09
Nýr skákvefur. Allt á Íslensku.
Ég vil vekja athygli á nýjum skákvef sem er sérstaklega aðgengilegur fyrir börn. Hann er mjög notendavænn því hann er á Íslensku. Á þessum vef geta börn teflt á netinu við önnur börn á Íslandi sem og í öðrum löndum. Einnig er spjallhorn á vefnum og hægt er að fara í ýmsa leiki fyrir utan skák. Slóðin er: http://icy.ice.is
Í tenglasafninu hér til vinstri á þessari síðu er tengill merktur „Krakkaskák“
Athugið, að ef þið ætlið að notfæra ykkur þennan vef, þá þurfið þið að búa ykkur til notenda nafn og búa til lykilorð. Síðan skráið þið ykkur inn og byrjið að tefla ! Segið vinum ykkar frá þessum vef. Gangi ykkur vel.
Krakkar kíkið á þetta ! H.A.
