Bolvíkingar í fyrstu umferð.

Í gærkvöld var dregið í forkeppni og fyrstu umferð Hraðskákkeppni taflfélaga.  Hvorug tveggja á að vera lokið eigi síður en 15. ágúst nk.   Allmikið er um spennandi viðureignir og má þar nefna að Taflfélag Bolungarvíkur og Skákfélagið Goðinn mætast í 1. umferð. Bolvíkingar eru ríkjandi meistarar þannig að það er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Ekki hefur verið ákveðið hvenær viðureignin fer fram.

Forkeppni:

  • Skákfélag Selfoss og nágrennis – Skákdeild Hauka
  • Taflfélag Vestmannaeyja – Víkingaklúbburinn

1. umferð (16 liða úrslit)

  • Skákfélag Reykjanesbæjar – Taflfélag Vestmannaeyja/Víkingaklúbburinn
  • Skákfélag Akureyrar – Taflfélagið Mátar
  • Briddsfjelagið – Taflfélagið Akraness
  • Taflfélag Garðabæjar – Skákdeild Vinjar
  • Taflfélag Bolungarvíkur – Skákfélagið Goðinn
  • Taflfélagið Hellir – Skákfélag Selfoss og nágrennis/Skákdeild Hauka
  • Skákdeild Fjölnis – Taflfélag Reykjavíkur
  • Skákdeild KR -Skákfélag Íslands

Heimasíða mótsins