23.3.2011 kl. 16:57
Öðlingamótið hefst í kvöld. Jón, Björn, Páll og Sigurður meðal keppenda.
Skákmót öðlinga 40 ára og eldri hefst í kvöld kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Reykjavík. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik. Okkar menn, Jón þorvaldsson, Björn Þorsteinsson, Páll Ágúst Jónsson og Sigurður Jón Gunnarsson höfðu skráð sig til leiks síðdegis í dag ásamt um 30 öðrum skákmönnum.
Að sjálfsögðu verður fylgst með gengi okkar manna í mótinu hér á síðunni.
Dagskrá:
- 1. umferð miðvikudag 23. mars kl. 19.30
- 2. umferð miðvikudag 30. mars kl. 19.30
- 3. umferð miðvikudag 6. apríl kl. 19.30
- 4. umferð miðvikudag 13. apríl kl. 19.30
- 5. umferð miðvikudag 27. apríl kl. 19.30
- 6. umferð miðvikudag 4. maí kl. 19.30
- 7. umferð miðvikudag 11. maí kl. 19.30
