Héraðsmót HSÞ 2011

Héraðsmót HSÞ í skák fyrir 17 ára og eldri, verður haldið nk. mánudagskvöld kl 20:00 í Litlulaugaskóla.
Tefldar verða 7-9 umferðir eftir monrad-kerfi og fer umferðafjöldinn eftir keppendafjölda. 
Tímamörk verða 10 mín á mann með 5 sek viðbótartíma á hvern leik. (10 mín +5 sek/leik)

Mótið er öllu skákáhugafólki opið.
Skráning í mótið fer fram hér til vinstri á heimasíðunni á sérstöku skráningarformi. Einnig er hægt að skrá sig til leiks hjá Hermanni í síma 4643187 eða 8213187
Þátttökugjald er krónur 500

Núverandi héraðsmeistari HSÞ í skák er Rúnar Ísleifsson

Sigurvegarar undanfarinna ára:

2006   Pétur Gíslason
2007   Smári Sigurðsson
2008   Rúnar Ísleifsson
2009   Smári Sigurðsson
2010   Rúnar Ísleifsson
2011   ?