5.5.2011 kl. 10:14
Öðlingamótið. Jón og Björn efstir ásamt 4 öðrum fyrir lokaumferðina. 15. skákin hjá Jóni án taps !
Jón Þorvaldsson gerði jafntefli við Þorstein Þorsteinsson (2220) í 6. umferð Öðlingamótsins sem tefld var í gærkvöld og er ásamt Birni Þorsteinssyni, sem vann Jóhann Ragnarsson (2089), í efsta sæti eins og fjórir aðrir skákmenn með 4,5 vinninga.
Þetta var 15 kappskákin í röð sem Jón teflir án taps, frá því að hann hóf taflmennsku fyrir Goðann !
Páll Ágúst Jónsson heldur áfram að velgja stigahærri mönnum undir uggum og gerði jafntefli við Braga Halldórsson (2194) og er Páll í 9. sæti með 4 vinninga fyrir lokaumferðina. Frábær frammistaða hjá Páli og er hann enn taplaus í mótinu líkt og Jón Þorvaldsson.
Sigurður Jón Gunnarsson gerði jafntefli við Halldór Pálsson (1966) með svörtu mönnunum og eins og Páll Ágúst var Sigurður að tefla upp fyrir sig í stigum. Mjög góð frammistaða hjá okkar mönnum í gær. 2,5 vinningar komu út úr umferðinni og engin skák tapaðist.
Staða efstu manna:
| Rk. | Name | Rtg | Club/City | Pts. | TB1 |
| 1 | Thorsteinsson Thorsteinn | 2220 | TR | 4,5 | 23 |
| 2 | Gunnarsson Gunnar K | 2221 | KR | 4,5 | 22,5 |
| 3 | Gudmundsson Kristjan | 2275 | TV | 4,5 | 22,5 |
| 4 | Thorvaldsson Jon | 2045 | Godinn | 4,5 | 21 |
| 5 | Thorsteinsson Bjorn | 2213 | Godinn | 4,5 | 21 |
| 6 | Thorhallsson Gylfi | 2200 | SA | 4,5 | 19,5 |
| 7 | Halldorsson Bragi | 2194 | Hellir | 4 | 20,5 |
| 8 | Hjartarson Bjarni | 2078 | 4 | 20,5 | |
| 9 | Jonsson Pall Agust | 1895 | Godinn | 4 | 20 |
| 10 | Loftsson Hrafn | 2220 | TR | 4 | 17,5 |
| 11 | Ragnarsson Johann | 2089 | TG | 3,5 | 21 |
| 12 | Valtysson Thor | 2043 | SA | 3,5 | 20,5 |
| 13 | Sigurdsson Pall | 1929 | TG | 3,5 | 20 |
| 14 | Palsson Halldor | 1966 | TR | 3,5 | 19,5 |
| 15 | Bjornsson Yngvi | 0 | 3,5 | 17,5 | |
| 16 | Gardarsson Halldor | 1945 | 3,5 | 17 | |
| 17 | Ingvarsson Kjartan | 1720 | 3,5 | 15,5 | |
| 18 | Eliasson Kristjan Orn | 1947 | SFÍ | 3,5 | 15 |
| 19 | Gunnarsson Sigurdur Jon | 1825 | Godinn | 3,5 | 14 |
