25.4.2013 kl. 21:00
Öðlingamótið. Sigurður Daði 2-5 sæti
Sigurður Daði Sigfússon er í 2-5 sæti á Öðlingamótinu í skák með 4,5 vinninga þegar einni umferð er ólokið. Þorvarður Fannar Ólafsson (2225) er efstur með 5 vinninga. Lokaumferðin fer fram á frídag verkalýðsins, 1. maí.

Öll úrslit sjöttu umferðar má nálgast hér.
Stöðu mótsins má nálgast hér.
Einni skák í umferðinni var frestað og pörun lokaumferðirnar því ekki tilbúin.
