Símon og Óliver kjördæmismeistarar Norðurlands-Eystra

Kjördæmismót Norðurlands -Eystra fór fram í Litlulaugaskóla í Reykjadal í dag. Alls mættu 5 keppendur í eldri flokk og 6 keppendur í Yngri flokk. Símon Þórhallsson frá Akureyri vann sigur í eldri flokki með fullu húsi, 4 vinningum af 4 mögulegum. Jón Kristinn Þorgeirsson varð í öðru sæti og Hlynur Snær Viðarsson varð í 3. sæti. Óliver Ísak vann sigur í yngri flokki með 4,5 vinninga af 5 mögulegum. Sævar Gylfason varð í öðru sæti með 4. vinninga og Guðmundur Aron Guðmundsson varð þriðji með 3,5 vinninga. Umhugsunartíminn var 15 mín á skák í báðum flokkum.

apríl 2013 014 (640x480)
 

Keppendur í eldri flokki. Hlynur, Bjarni, Benedikt, Símon og Jón Kristinn.

Lokastaðan í eldri flokki.

1. Símon Þórhallsson          4  af 4
2. Jón Kristinn Þorgeirsson  3
3. Hlynur Snær Viðarsson   1,5
4. Benedikt Stefánsson       1
5. Bjarni Jón Kristjánsson    0,5 

apríl 2013 012 (640x480)
 

Keppendur í yngri flokki. Elvar, Helgi, Óliver, Guðmundur, Sævar og Ari.

Lokastaðan í yngri flokki:

1. Óliver Ísak                                4,5 af 5
2. Sævar Gylfason                         4
3. Guðmundur Aron Guðmundsson  3,5
4. Ari Rúnar Gunnarsson                 2
5. Helgi James Þórarinsson              1
6. Elvar Goði Yngvason                   0 

Símon, Óliver, Sævar og Guðmundur hafa því unnið sér keppnisrétt á Landsmótinu í skólaskák sem haldið verður á Patreksfirði 2-5 maí nk.