Þýski Fide-meistarinn Oliver Bewersdorff (2231) vann sigur á SKÁKMÝ mótinu 2022 sem fram fór á Mývatn – Berjaya Iceland Hotels í Reykjahlíð um helgina. Oliver fékk 3,5 vinninga af 4 mögulegum. Smári Sigurðsson (1815) varð í öðru sæti á stigum með 2,5 vinninga og Jon Olav Fivelstad (1860) frá Noregi varð í þriðja sæti einnig með 2,5 vinninga.

Alls tóku 8 skákmenn þátt í mótinu sem varð nokkuð endasleppt þar sem nokkrir hættu við þátttöku vegna slæmrar veðurspár. Fyrirkomulaginu var því breytt í 4 umferðir með tímamörkunum 60+90.
Lokastaðan
Rk. | SNo | Name | FED | Rtg | Pts. | TB1 | TB2 | TB3 | |
1 | 1 | FM | Bewersdorff Oliver | GER | 2231 | 3,5 | 0 | 3 | 8 |
2 | 3 | Sigurdsson Smari | ISL | 1815 | 2,5 | 1 | 2 | 9,5 | |
3 | 2 | Fivelstad Jon Olav | NOR | 1860 | 2,5 | 0 | 2 | 9 | |
4 | 6 | Smarason Kristjan Ingi | ISL | 1412 | 2 | 0 | 2 | 6 | |
5 | 4 | Adalsteinsson Hermann | ISL | 1541 | 2 | 0 | 1 | 8,5 | |
6 | 7 | Birgisson Hilmar Freyr | ISL | 1258 | 1,5 | 0 | 1 | 7,5 | |
7 | 8 | Thorhallsson Tryggvi | ISL | 0 | 1 | 1 | 1 | 7,5 | |
8 | 5 | Akason Aevar | ISL | 1455 | 1 | 0 | 1 | 8 |
Þetta var í fyrsta skiptið sem Skákmý-mót er haldið á Mývatn – Berjaya Iceland Hotels í Reykjahlíð og stefnt er að því að það verði árlegur viðburður hér eftir.


