Þröstur Þórhallsson

Í dag er aðeins vika þar til Ólympíufararnir leggja af stað til Tromsö. Á laugardeginum hefst svo sjálft mótið. Í dag kynnum við stórmeistarann Þröst Þórhallsson til leiks.

Þröstur Þórhallsson
Þröstur Þórhallsson

Nafn

Þröstur Þórhallsson

Taflfélag

Huginn

Staða

4.borðsmaður í opnum flokki 

Hvenær tókstu fyrst þátt á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur þú tekið þátt?

Mitt fyrsta mót var árið 1988 í Thessaloniku á Grikklandi.


Minnisstæðasta skák á Ólympíuskákmóti og þá af hverju?

Skákin á móti á Dastan B. á síðasta móti Í Istanbúl var ágæt.

Minnisstæðasta atvik á Ólympíuskákmóti?

Ólympíumótið í Manilla 1992 var eitt glæsilegasta ólympíumót sem ég hef verið þátttakandi í. Mótshaldarar áttu samt  í vandræðum með rafmagnið í keppnishöllinni og það kom fyrir með engum fyrirvara að ljósin slökknuðu og þá varð skyndilega svarta myrkur þar sem keppnishöllin var gluggalaus á neðri hæðinni þar sem skáksalurinn var.


Hverjar eru þínar væntingar/vonir um gengi íslensku liðanna?

Standa sig betur en stigin segja til um.

Hverju spáir þú fyrir um sigurvegara?

Í kvennaflokki spái ég Kínverjum sigri en í Karlaflokki Úkraínu.

Hver er/verður þinn undirbúningur fyrir Ól?

Stúdera byrjanir og tefla.

Hefurðu áður teflt fyrir norðan heimskautsbaug?

Nei ekki svo ég muni eftir.

Eitthvað að lokum?

 Áfram Ísland