Í dag er aðeins vika þar til Ólympíufararnir leggja af stað til Tromsö. Á laugardeginum hefst svo sjálft mótið. Í dag kynnum við stórmeistarann Þröst Þórhallsson til leiks.

Nafn
Þröstur Þórhallsson
Taflfélag
Huginn
Staða
4.borðsmaður í opnum flokki
Hvenær tókstu fyrst þátt á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur þú tekið þátt?
Mitt fyrsta mót var árið 1988 í Thessaloniku á Grikklandi.
Minnisstæðasta skák á Ólympíuskákmóti og þá af hverju?
Skákin á móti á Dastan B. á síðasta móti Í Istanbúl var ágæt.
Minnisstæðasta atvik á Ólympíuskákmóti?
Ólympíumótið í Manilla 1992 var eitt glæsilegasta ólympíumót sem ég hef verið þátttakandi í. Mótshaldarar áttu samt í vandræðum með rafmagnið í keppnishöllinni og það kom fyrir með engum fyrirvara að ljósin slökknuðu og þá varð skyndilega svarta myrkur þar sem keppnishöllin var gluggalaus á neðri hæðinni þar sem skáksalurinn var.
Hverjar eru þínar væntingar/vonir um gengi íslensku liðanna?
Standa sig betur en stigin segja til um.
Hverju spáir þú fyrir um sigurvegara?
Í kvennaflokki spái ég Kínverjum sigri en í Karlaflokki Úkraínu.
Hver er/verður þinn undirbúningur fyrir Ól?
Stúdera byrjanir og tefla.
Hefurðu áður teflt fyrir norðan heimskautsbaug?
Nei ekki svo ég muni eftir.
Eitthvað að lokum?
Áfram Ísland
[pgn]
[Event „Olympiad“]
[Site „?“]
[Date „2012.08.31“]
[Round „4“]
[White „Thorhallsson, Throstur“]
[Black „Dastan, Muhammed Batuhan“]
[Result „1-0“]
[WhiteElo „2426“]
[BlackElo „2317“]
[PlyCount „113“]
[EventDate „2012.??.??“]
[WhiteTeam „Iceland“]
[BlackTeam „TR2“]
[WhiteTeamCountry „ISL“]
1. e4 c5 2. Nf3 d6 3. Bb5+ Nc6 4. c3 Bd7 5. O-O Nf6 6. Re1 a6 7. Ba4 b5 8. Bb3
e5 9. d4 Be7 10. Nbd2 O-O 11. h3 Qc7 12. Nf1 cxd4 13. cxd4 Na5 14. Bc2 Rac8 15.
Bd3 Qb8 16. b3 Rfe8 17. Bb2 Bf8 18. Qd2 Nc6 19. Rad1 Rcd8 20. Bb1 Bc8 21. a3
Bb7 22. Ng3 h6 23. b4 Qa8 24. d5 Ne7 25. Nh4 Nd7 26. Rf1 g6 27. f4 Qa7+ 28. Kh1
Bg7 29. Nf3 Nc8 30. h4 Re7 31. h5 Kh7 32. Nh4 Bf6 33. Nf3 Qb6 34. Nh2 Bh4 35.
Ne2 exf4 36. Bd4 Qc7 37. Qxf4 Bg5 38. Qxf7+ Rxf7 39. Rxf7+ Kg8 40. Rg7+ Kf8 41.
Rf1+ Ke8 42. e5 Ne7 43. Rg8+ Nxg8 44. Bxg6+ Ke7 45. Rf7+ Ke8 46. Rh7+ Kf8 47.
exd6 Qc1+ 48. Nxc1 Ngf6 49. Rh8+ Ng8 50. Ne2 Bxd5 51. Nc3 Be6 52. Ne4 Bf4 53.
Rh7 Ne5 54. Nf3 Nxg6 55. hxg6 Bc1 56. Rc7 Rc8 57. d7 1-0
[/pgn]