Omar Salama sigraði á hraðkvöldi Hugins em haldið var í gær þann 5. október. Til að gera langa sögu stutta þá má einfaldlega segja að hann hafi rúllað þessu upp með 7v í jafn mörgum skákum. Jafnir í 2.3. sæti voru Bárður Örn Birkisson og Örn Leó Jóhannsson með 5v og einnig jafnir á stigum. Næstir komu Jon Olav Fivelstad, Björn Hólm Birkisson og Kristófer Ómarsson allir með 3v og einnig jafnir á stigum sem gerist þannig að þeir vinna sömu aðila og svo hvorn annan á víxl.. Síðan kom kom Vigfús Ó. Vigfússon með 2v og lestin rak Björgvin Kristbergsson án vinninga en hann sá hins vegar um skemmtiatriðin á æfingunni. Í lokin dró svo Omar út einn heppinn þátttakanda og kom Jon Olav upp og hlaut hann pizzu frá Dominos en Omar hlaut úttekt frá Saffran.
