IMG_2604Vignir Vatnar Stefánsson sigraði á Unglingameistaramóti Hugins sem lauk á þriðjudaginn. Vignir Vatnar fékk 6,5 vinning í sjö skákum og það var Björn Hólm Birkisson sem náði jafntefli í næst síðustu umferð. Vignir Vatnar tefldi af öryggi í mótinu, lenti sjaldan í vandræðum og landaði sigrinum af öryggi. Jafnir í öðru og þriðja sæti með 5,5v voru þeir bræður Bárður Örn Birkisson og Björn Hólm Birkisson. Fjórði kom svo Óskar Víkingur Davíðsson með 5v og komst hann fram úr Dawid Kolka á lokametrunum og þar með efstur Huginsmanna í mótinu og unglingameistari Hugins í fyrst sinn. Óskar er ungur að árum og getur bætt fleiri titlum í safnið síðar og Dawid hefur tvívegis unnið þennan titil þótt nokkuð sé um liðið.

 

IMG_2596Vignir Vatnar var einnig í efsta sæti í flokki 12 ára og yngri en þar var Óskar Víkingur Davíðsson í öðru sæti og Alexander Oliver Mai náð fjórða sætinu með 4v og fleiri stig en Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson og Gabriel Sær Bjarnþórsson sem einnig fengu 4v.  Stúlknameistari Hugins varð Freyja De Lelon.

 

 

 

 

IMG_2600Mótshaldið gekk vel fyrir sig og allir keppendurnir 28 sem hófu mótið luku því nema þrír sem tók mótið eins og venjulega mánudagsæfingu og  mættu bara fyrri daginn en létu vita af því að þeir myndu ekki mæta seinni daginn. Seinni daginn bættist svo nýr keppandi við þannig að alls voru það 29 sem tóku þátt í mótinu sem er með betri þátttöku í þessu móti. Þetta telst líka harla gott þegar horft er til þess að um er að ræða tveggja daga mót, með 20 mínútur í umhugsunartíma og nokkra unga þátttakendur með enga mótareynslu,.sem allir stóðu sig svo vel og létu deigan síga þótt stundum blési á móti.

 

 

Lokastaðan á unglingameistaramótinu.

Röð Nafn Vinn. Stig
1 Vignir Vatnar Stefánsson 6,5
2 Bárður Örn Birkisson 5,5 24,5
3 Björn Hólm Birkisson 5,5 24
4 Óskar Víkingur Davíðsson 5
5 Dawid Kolka 4,5
6 Aron Þór Mai 4 25
7 Alexander Oliver Mai 4 22,5
8 Felix Steinþórsson 4 22
9 Óttar Örn Bergmann Sigfússon 4 19,5
10 Baltasar Máni Wedholm 4 18,5
11 Jón Þór Lemery 4 18
12 Gabríel Sær Bjarnþórsson 4 18
13 Jón Þorberg Sveinbjörnsson 3,5
14 Stefán Orri Davíðsson 3,5
15 Adam Omarsson 3,5
16 Ísak Orri Karlsson 3
17 Heimir Páll Ragnarsson 3
18 Freyja De Leon 3
19 Birgir Logi Steinþórsson 3
20 Jökull Freyr Davíðsson 3
21 Elfar Ingi Þorsteinsson 2,5
22 Viktor Már Guðmundsson 2
23 Sölvi Már þórisson 2
24 Atli Róbertsson 2
25 Eiríkur Þór Jónsson 2
26 Svava Þorsteinsdóttir 2
27 Ólafur Björgvin Bæringsson 1
28 Adam Logi Ívarsson 0,5
29 Fatima Rós Joof 0,5