Örn Leó Jóhannsson og Bárður Örn Birkisson voru efstir og jafnir með 5v af sex mögulegum á hraðkvöldi Hugins sem fram fór 4. janúar sl. Örn Leó vann Bárð strax í 1. umferð en tapaði svo fyrir Gunnari Rúnarssyni í 5. umferð en var svo mun hærri á stigum eins og oftast er þegar úrslit skipast með þessum hætti. Næst komu þrír skákmenn með 4v en það voru Björn Hólm Birkisson, Gunnar Rúnarsson og Dawid Kolka. Eftir stigaútreikning voru Björn og Gunnar enn jafnir en Björn vann inbyrðis viðureign þeirra og þar með þriðja sætið. Örn Leó dró svo Sigurður Freyr Jónatansson í happdrættinu og datt hann í annað skiptið í röð í lukkupottinn.
Næsta skákkvöld verður svo hraðkvöldi mánudaginn 25. janúar nk.
Lokastaðan á atkvöldinu.
Röð Nafn Vinn. TB1 TB2 TB3
1 Örn Leó Jóhannsson 5 18 0 5
2 Bárður Örn Birkisson 5 14 0 5
3 Björn Hólm Birkisson 4 11,5 1 4
4 Gunnar Rúnarsson 4 11,5 0 4
5 Dawid Kolka 4 9 0 3
6 Vigfús Vigfússon 3,5 6,25 0 2
7 Hörður Jónasson 3 4, 5 0 2
8 Sigurður Daníelsson 2,5 3,5 0 2
9 Sigurður Freyr Jónatansson 2 3 0 1
10 Hjálmar Sigurvaldason 2 2 0 1
11 Björgvin Kristbergsson 1 0,5 0 0