Það var ágætis þátttaka á fyrstu æfingu í Mjóddinni eftir sumarhlé sem haldin var 1. september sl. en það voru 20 krakkar sem mættu til leiks. Skipt var í tvo flokka eftir aldri og styrkleika. Óskar Víkingur Davíðsson sigraði í eldri flokki með 4v í fimm skákum. Næstir komu Alec Elías Sigurðarson og Halldór Atli Kristjánsson með 3,5 og hafði Alec betur í stigaútreikningnum og hlaut annað sætið og Halldór Atli það þriðja. Í yngri flokki var Baltasar Máni Wedholm efstur með 4,5v í fimm skákum. annar varð Birgir Logi Steinþórsson með 4v og þriðji varð Adam Omarsson með 3,5v .
Í æfingunni tóku þátt: Óskar Víkingur Davíðsson, Alec Elías Sigurðarson, Halldór Atli Kristjánsson, Axel Óli Sigurjónsson, Egill Úlfarsson, Ívar Andri Hannesson, Birgir Ívarsson, Sindri Snær Kristófersson, Alexander Jóhannesson, Baltasar Máni Wedholm, Birgir Logi Steinþórsson, Adam Omarsson, Alexander Már Bjarnþórsson, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Brynjar Haraldsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Hjörtur Jónsson, Aron Kristinn Jónsson, Sölvi Haraldsson og Jakob Stefán Ívarsson.
Næsta æfing verður svo mánudaginn 8. september nk. og hefst kl. 17.15 og verður þá einnig skipt í tvo flokka. Stelpuæfingarnar eru svo einnig byrjaðar en þær verða á hverjum miðvikudegi kl. 17.15. Æfingarnar eru haldnar í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
