Óskar Víkingur Davíðsson sigraði í eldri flokki á annarri æfingu á haustmisseri sem haldin var 6. septembert sl. Óskar fékk fullt hús 5v í jafn mörgum skákum. Önnur var Batel Goitom Haile með 4. Batel kom á óvart á æfingunni með vasklegri frammistöðu en eina tapið kom gegn Stefáni Orra í annarri umferð. Síðan komu Stefán Orri Davíðsson og Joshua Davíðsson jafnir með 3,5v. Þeir gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign í fyrstu umferð og lutu svo báðir í lægra haldi fyrir Óskari. Stefán Orri hafði svo þriðja sætið með 15 stig en Joshua það fjórða með 12,5 stig.
Í yngri flokkurinn vannst einnig með fullu húsi en það gerði Einar Dagur Brynjarsson með 5v í jafn mörgum skákum. Í næstu verðlaunasætum komu ný nöfn sem ekki hafa sést þar áður. Annar var Gunnar Freyr Valsson með 4v en Gunnar Freyr var rétt að byrja að taka þátt í þessum æfingum núna í haust. Þriðji með 3v var Brynjólfur Jan Brynjólfsson á sinni fyrstu æfingu.
Í æfingunni tóku þátt: Óskar Víkingur Davíðsson, Batel Goitom Haile, Stefán Orri Davíðsson, Joshua Davíðsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Frank Gerritsen, Elfar Ingi Þorsteinsson, Viktor Már Guðmundsson, Rayan Sharifa, Brynjar Haraldsson, Soffia, Ívar Lúðvíksson, Einar Dagur Brynjarsson, Gunnar Freyr Valsson, Brynjólfur Jan Brynjólfsson, Anton Jónsson og Whibet Haile.
Næsta æfing verður mánudaginn 13. september 2016 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
