Að lokinni 4. umferð á Meistaramóti Hugins er Davíðs Kjartansson einn efstur með 4v. Jafnir í 2. – 6. sæti koma Sævar Bjarnason, Björgvin Víglundsson, Jón Trausti Harðarson, Mikael Jóhann Karlsson og Dawid Kolka með 3v. Í uppgjöri efstu manna í kvöld vann Davíð Sævar. Á öðru borði gerðu Björgvin Víglundsson og Vigfús Ó. Vigfússon jafntefli í lengstu skák umferðarinnar, sem reynar var í styttra lagi miðað við þær umferðir sem voru á undan. Á þriðja borði tefldu Aron Þór Ma og Mikael Jóhann Karlsson hörku skák sem lauk sigri Mikaels. Á fjórða borði áttu svo við Dawid Kolka og Heimir Pál Ragnarsson í annarri af tveimur viðureignum ungu strákanna í Huginn í kvöld. Þeirri viðureign lyktaði með sigri Dawid, sem er efstur Huginsmanna að loknum fjórum umferðum og fær gott vegarnesti í á Norðurlandamót grunnskólasveita, sem fram fer um næstu helgi. Þar teflir Dawid á fyrsta borði fyrir Álfhólsskóla.

Þótt 4. umferðin væri sú styssta til þess virtist það samt ekki koma niður á taflmennsku keppenda, sem leit út fyrir að vera heildstæðari en í fyrri umferðum. Það verður að teljast eðlileg og jákvæð þróun á fyrsta kappskákmóti á haustmisseri að menn séu mistækir í upphafi og bæti sig svo þegar líður á mótið. Það kemur samt betur í ljós þegar búið verður að slá inn umferðir 3 og 4 en stefnt er að birta þær skákir með úrslitum 5. umferðar.

Næst umferð sú 5. fer fram á mánudaskvöldið 12. september og hefst kl. 19.30. Staðan í chess-results:

Pörun 5. umferðar:

Borð Nafn Vinn. Úrslit Vinn. Nafn
1 FM Kjartansson David 4 3 Hardarson Jon Trausti
2 Viglundsson Bjorgvin 3 3 IM Bjarnason Saevar
3 Karlsson Mikael Johann 3 Vigfusson Vigfus
4 FM Ragnarsson Dagur 2 Mai Aron Thor
5 Ragnarsson Heimir Pall 2 2 Sigurvaldason Hjalmar
6 Mai Alexander Oliver 2 2 Briem Stephan
7 Briem Benedikt Briem Hedinn
8 Magnusson Thorsteinn Johannsson Johann Bernhard
9 Davidsson Stefan Orri 1 1 Hallsson Jon Eggert
10 Davidsson Oskar Vikingur 1 1 bye
11 Kolka Dawid 3 ½ not paired
12 Sigurdarson Alec Elias ½ ½ not paired