Þeir bræður Óskar Víkingur og Stefán Orri létu sig ekki vanta á æfinguna 16. mars sl. þótt þeir væru að tefla á Reykjavíkurskákmótinu. Báðir stóðu þeir sig mjög vel á mótinu og bættu við skákstigin sín og Óskar sínu meira eða um 150 stig og hækkuðu ekki aðrir meira á mótinu.
Tefldar voru 5 skákir á æfingunni og svo var gefinn 1v fyrir rétt svar við dæmi á æfingunni. Á æfingunni var Óskar efstur með 5,5v af sex mögulegum. Stefán Orri varð annar með 4,5v. Hann gerði jafntefli við Óskar þar sem honum varð það á að bjóða jafntefli í unninni stöðu og varð að standa við þótt hann áttaði sig á mistökunum strax eftir boðið. Gabríel Sær varð svo þriðji með 4v.
Í æfingunni tóku þátt: Óskar Víkingur Davíðsson, Sefán Orri Davíðsson, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Alexander Már Bjarnþórsson, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, Ísak Orri Karlsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Arnar Jónsson og Birgir Logi Steinþórsson.
Næsta mánudaginn 16. mars verður páskaeggjamótið og hefst kl. 17.00 eða aðeins fyrr en venjuleg æfing. Páskaeggjamótið er haldið í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.
