Óttar Örn Bergmann Sigfússon sigraði á æfingunni þann 11. mars sl. með fullu húsi 6v af sex mögulegum. Fimm vinningar komu úr skákunum og lausn Óttars á dæminu var rétt og gaf einn vinning. og eins og síðast með fullu húsi 5v af fimm mögulegum. Síðan komu jöfn með 4v Batel Goitom Haile, Rayan Sharifa og Einar Dagur Brynjarsson. Batel var með flest stig 17,5 og hlaut annað sætið. Næst kom Rayan Sharifa með 16,5 stig og þriðja sætið var hans en Einar Dagur var með 16 stig og í fjórða sæti.
Í yngri flokknum voru Kiril Alexander Timoshov og Lemuel Goitom Haile eftir með 4v af fimm mögulegum.Kiril fékk 13 stig og var efstur en Lemuel fékk 12,5 stig og annað sætið. Þriðji var svo sigurvegar síðustu æfingar Eythan Már Einarsson með 3,5v.
Í æfingunni tóku þátt: Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Batel Goitom Haile, Rayan Sharifa, Einar Dagur Brynjarsson, Hersir Jón Haraldsson, Óskar Jökull Finnlaugsson, Garðar Már Einarsson, Árni Benediktsson, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Kiril Alexander Timoshov, Lemuel Goitom Haile, Eythan Már Einarsson, Viktoria Sudnabina Anisimova, Filip Slicaner, Tymon Pálsson Paszek og Gauja Viktoria.
Næsta æfing verður mánudaginn 18. mars 2019 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.