Óttar Örn Bergmann Sigfússon sigraði með 7,5v af átta mögulegum á Huginsæfingu þann 15. maí sl. Óttar Örn fékk 5v af fimm mögulegum út úr skákum æfingarinnar og 2,5v af þremur mögulegum út úr dæmunum. Annar var Rayan Sharifa með 6v. Rayan fékk 3v út úr skákunum og 3v út úr dæmunum og náðu ekki aðrir að leysa þau öll rétt. Síðan komu jafnir Garðar Már Einarsson og Brynjar Haraldsson með 5,5v. Garðar Már fékk 3v úr skákunum og 2,5v úr dæmunum. Brynjar fékk 4v út úr skákunum og 1,5v út úr dæmunum. Garðar var hærri á stigum og hlaut þriðja sætið en Brynjar það fjórða.
Í þetta sinn voru dæmin 12 sem leysa átti á æfingunni. Gefinn var hálfur vinningur fyrir að leysa tvö dæmi rétt og því mest hægt að fá 3v fyrir dæmin. Dæmin voru mörg en ekki þung og þurftu allir að halda vel á spöðunum til að komast yfir þau öll og gekk það svona alla vega. Fáir á æfingunni höfðu séð þau öll en flestir höfðu séð eitthvað af þeim áður.
Í æfingunni tóku þátt: Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Rayan Sharifa, Garðar Már Einarsson, Brynjar Haraldsson, Andri Hrannar Elvarsson, Hans Vignir Gunnarsson, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Gunnar Freyr Valsson, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Eyþan Már Einarsson, Jóhanna Kristín Dúadóttir.
Næsta æfing verður mánudaginn 22. mai 2017 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjavals og salurinn er á þriðju hæð.
Dæmin á æfingunni:
Hvítur á leik. Hver er nákvæmasti leik hvíts sem takmarkar hreyfigetu svarta kóngsins mest ?
[fen]2k5/8/8/8/8/8/8/1Q5K w – – 0 1[/fen]
.——————————————————–
Svartur á leik. Hver er besti leikur svarts ?
[fen]7K/8/8/8/8/1Q6/2p5/1k6 b – – 0 1[/fen]
———————————————————
Hvítur mátar í einum leik.
[fen]6rk/6p1/6P1/8/8/8/1B1Q3K/8 w – – 0 1[/fen]
———————————————————-
Hvítur á leik og á að vinna. Hver er besti leikur hvíts ?
[fen]8/8/8/k7/P3N3/8/8/7K w – – 0 1[/fen]
———————————————————–
Svartur á leik og á að vinna. Finnið vinningsleikinn.
[fen]6k1/8/8/8/4Kp2/8/8/b7 b – – 0 1[/fen]
————————————————————
Tvöfalt uppnám. Svartur á leik. Hver er besti leikurinn ?
[fen]r5k1/1N3pp1/4b3/8/8/5RP1/7K/8 b – – 0 1[/fen]
————————————————————-
Tvöfalt uppnám. Hvítur á leik. Hver er besti leikurinn ?
[fen]r4bk1/p1q2ppp/1p2p3/8/8/2P3P1/PPB1QP1P/5RK1 w – – 0 1[/fen]
————————————————————–
Hvítur á leik. Hvernig endar skákin með bestu taflmennsku beggja ?
[fen]8/8/2k5/5p2/1K3P2/8/8/8 w – – 0 1[/fen]
—————————————————————
Hvítur á leik. Hvernig endar skákin með bestu taflmennsku beggja ?
[fen]8/2k5/5p2/1K3P2/8/8/8/8 w – – 0 1[/fen]
—————————————————————
Hvert er besta framhald hvíts ?
[fen]2nk1b2/pp1n1Q1p/2q3p1/2p1p3/4P3/2P5/PP3PPP/3R1RK1 w – – 0 1[/fen]
—————————————————————-
Hvert er besta framhald hvíts ?
[fen]r4r1k/pbq2p1p/1p2pp2/1B2N3/3P4/P1P3Q1/2P3PP/R5K1 w – – 0 1[/fen]
—————————————————————–
Hvert er besta framhald hvíts ?
[fen]r1b2rk1/ppp1bppp/4pn2/4N3/3q4/3B4/PPP2PPP/R1BQ1RK1 w – – 0 1[/fen]
