Páskaskákmót Goðans verður á laugardag.

Páskaskákmót Goðansverður haldið nk. laugardag 23 apríl í sal Framsýnar-stéttarfélags að Garðarsbraut 26 á Húsavík og hefst það kl 14:00.
Tefldar verða 7 umferðir eftir monrad-kerfi en þó fer umferðafjöldinn eftir keppendafjölda. 
Tímamörk verða 10 mín á mann með 5 sek viðbótartíma á hvern leik. (10 mín +5 sek/leik)
Mótið er öllu skákáhugafólki opið.

Páskaegg í verðlaun fyrir þrjá efstu í flokki 16 ára og yngri og 17 ára og eldri. Farandbikar verður veittur fyrir sigurvegarann.

Skráning í mótið er hjá Hermanni í síma 4643187 eða 8213187 eða á netfangið lyngbrekka@magnavik.is

Þátttökugjald er krónur 500.

Skráðir keppendur:

Hermann Aðalsteinsson
Rúnar Ísleifsson
Sigurður Ægisson
Valur Heiðar Einarsson
Sigurbjörn Ásmundsson
Snorri Hallgrímsson
Benedikt Þór Jóhannsson
Heimir Bessason
Hlynur Snær Viðarsson