Rúnar páskameistari Goðans 2011.

Rúnar Ísleifsson varð Páskameistari Goðans 2011, en páskaskákmótið var haldið í dag á Húsavík. Rúnar fékk 6 vinninga af 7 mögulegum. Sigurður Ægisson varð reyndar efstur að vinningum með 6,5 vinninga, en þar sem hann er utanfélagsmaður varð hann að láta sér páskaegg duga sem verðlaun.

015
 

Rúnar Ísleifsson, Sigurður Ægisson og Hermann Aðalsteinsson með páskaeggin sín. 

Rúnar og Sigurður gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign sinni, en Hermann Aðalsteinsson krækti í hálfan vinning gegn Rúnari á meðan Sigurður vann aðrar skákir. Hermann varð svo í þriðja sæti með 4,5 vinninga. Hlynur Snær Viðarsson varð efstur í yngri flokki með 2,5 vinninga.

  1   Sigurður Ægisson,        6.5      16.0  24.0   25.5
  2   Rúnar Ísleifsson,        6        15.5  24.0   22.5
  3   Hermann Aðalsteinsson,   4.5      17.5  26.0   17.0
  4   Ármann Olgeirsson,       4        18.5  27.0   16.5
  5   Heimir Bessason,         3        15.5  24.0   12.0
 6-7  Benedikt Þór Jóhannsson, 2.5      17.0  25.5    7.5
      Hlynur Snær Viðarsson,   2.5      15.5  23.5   10.0
8-10  Valur Heiðar Einarsson,  2        17.0  25.5   11.0
      Sigurbjörn Ásmundsson,   2        14.5  23.0   11.0
      Snorri Hallgrímsson,     2        14.5  22.5    7.0
    013
  
Snorri Hallgrímsson, Valur Heiðar Einarsson og Hlynur Snær Viðarsson.
Hægt er að skoða einstök úrslit í skránni hér fyrir neðan.