Pistill formanns.

Þá er fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga lokið og menn búnir að tefla nægju sína amk. í bili.
Eins og fram hefur komið er Jón Þorvaldsson búinn að gera frammistöðu A-liðs Goðans góð skil eins og honum einum er lagið.  Í þessum pistli verður fjallað um B og C-lið Goðans. 

Annað árið í röð sendir Goðinn þrjú lið til keppni á mótið. B og C-liðin tóku þátt í 4. deild og er staða B-liðsins vænleg eftir fyrri hlutann. Liðið er sem stendur í 4. sæti með 17 vinninga og 6 punkta ásamt Fjölni B.

B-sveitin byrjaðið vel með 4,5- 1,5 sigri á SSON-B í 1. umferð.
Í 2. umferð vann B-liði C-lið Goðans 6-0
Í 3. umferð tapaði B-liði fyrir B-sveit SFÍ 2-4 og 
Í 4. umferð vann B-liðið D-sveit SA 4,5-1,5

Smári Sigurðsson stóð sig best í b-liðinu. Smári landaði 3,5 vinningum í 4 skákum.
Páll Ágúst Jónsson og Stephen Jablon fengu 3 vinninga af 4 mögulegum og Jakob Sævar Sigurðsson fékk 2,5 af 4 mögulegum. Benedikt Þorri Sigurjónsson fékk 2,5 vinninga en hann tefldi eina skák með C-liðinu. Baldur Danílesson kom inn í liðið eftir langa fjarveru og gerði jafntefli í báðum sínum skákum. Tómas Björnsson og Björn Þorsteinsson tefldu eina skák með B-liðinu.

Staða efstu liða í 4. deild. 

Rk. SNo Team Games   +    =    –   TB1   TB2   TB3 
1 19 SFí B 4 4 0 0 8 18.5 0
2 21 Mátar B 4 3 1 0 7 16.0 0
3 4 SSA 4 3 0 1 6 17.5 0
4 6 Goðinn B 4 3 0 1 6 17.0 0
5 5 Fjölnir B 4 3 0 1 6 17.0

C-liðinu gekk frekar brösulega í mótinu, en landaði þó naumum sigri geng C-sveit Fjölnis í fyrstu umferð 3,5-2,5. Liðið tapaði hinum þremur viðureignunum, eins og fram hefur komið 0-6 fyrir B-liðinu og svo tapaðist viðureignin við SA-D 2,5-3,5 og við TR-F 2-4.
C-liðið er í næst neðsta sæti í 4. deild, með 2 punkta og 8 vinninga.

Snorri Hallgrímsson og Valur Heiðar Einarsson stóðu sig best í C-liðinu. Báðir lönduðu þeir tveimur vinningum úr fjórum skákum. Hlynur Snær Viðarsson fékk 1,5 vinning úr þremur skákum.
Aðrir liðsmenn C-liðsins voru með innanvið 50% vinningshlutfall. 

Ljóst er að bæði lið eiga talsvert inni fyrir seinni hlutann og eru menn örugglega staðráðnir í því að gera betur á Selfossi í mars 2012.

Mótið á Chess-results:
http://chess-results.com/tnr57498.aspx?art=61&fed=Go%F0inn%20C&lan=1&fedb=NED&flag=30