7.5.2011 kl. 21:38
Pörun síðustu umferð Öðlingamótsins.
Þá liggur fyrir pöruní síðustu umferð Öðlingamótsins sem tefld verður nk. miðvikudagskvöld.
Björn verður með svart gegn Kristjáni Guðmundssyni, Jón verður með hvítt gegn Gylfa Þórhallssyni, Páll verður með hvítt gegn Þorsteini Þorsteinssyni og Sigurður Jón verður einnig með hvítt gegn Halldóri Garðarssyni.
Björn og Jón eiga ágæta möguleika á að vinna mótið vinni þeir sínar skákir í lokaumferðinni.
Til gamans má geta þess að í sunnudagsblaði Morgunblaðsins (8. maí) er skák Jóns Þorvaldssonar við Bjarna Hjartarson úr 5. umferð gerð skil af Helga Ólafssyni, en Jón vann þá skák með glæsibrag. Eftir því sem best er vitað er þetta fyrsta skák, sem einhver liðsmaður Goðans hefur teflt, sem birtist í Morgunblaðinu.
Pörun síðustu umferðar:
