Rayan Sharifa vann örugglega eldri flokkinn með fullu húsi 5v í jafn mörgum skákum á æfingu sem haldin var í Mjóddinni þann 22. janúar sl. Í öðru sæti varð Batel Goitom Haile með 4v. Síðan komu jafnir með 3v. Einar Dagur Brynjarsson og Sigurður Sveinn Guðjónsson. Einar Dagur var hlutskarpari á stigum og hlaut þriðja sætið en Sigurður
Sveinn varð fjórði sem er líka mjög gott hjá honum á sinni fyrstu æfingu í eldri flokki. Ekkert dæmi var lagt fyrir á þessari æfingu en þemaskák var í þremur umferðum í eldri flokki og í nokkrum skákum í yngri flokki. Í þetta sinn hvíldum við okkur á c3 afbrigðinu í sikileyjarvörn og settum upp stöðu í uppskiptaafbrigðinu í drottningarbragði í tilefni af því að annað dæmið í síðasta tíma var einnig úr þeirri byrjun. Annars var uppskiptaafbrigðið í drottningarbragði til skoðunar á æfingunum í hitteðfyrra. Svipuð staða fór þá á töfluna þá en munurinn var bara sá að nú lék hvítur 11. a3 en þá 11. Hab1 í aðalvaríantinum.
Yngri flokkurinn vannst einnig með fullu húsi 5v í jafn mörgum skákum og það gerði Árni Benediktsson. Í öðru sæti varð Bergþóra Helga Gunnarsdótttir með 4v. Í yngri flokki þurfti enga stigaútreikning því Brynjólfur Yan Brynjólfsson var einn með 3v.
Í æfingunni tóku þátt: Rayan Sharifa, Batel Goitom Haile, Einar Dagur Brynjarsson, Sigurður Sveinn Guðjónsson, Elfar Ingi Þorsteinsson, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, Ívar Örn Lúðvíksson, Birgir Logi Steinþórsson, Viktor Már Guðmundsson, Árni Benediktsson, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Wihbet Goitom Haile, Guðjón Ben Guðmundsson, Kiril Alexander Igorsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Davíð Ari Líndal og Ögn Hanna Kristín Guðmundsdótttir.
Næsta æfing verður mánudaginn 29. janúar 2018 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.
