Elfar Ingi Þorsteinsson sigraði í eldri flokki á Huginsæfingu sem haldin var 29. janúar sl. Elfar fékk 5,5v af sex mögulegum. Hann fékk 4,5v af fimm út úr skákunum á æfingunni og kom jafnteflið í þriðju umferð gegn skólafélaga hans Viktori Má Guðmundssyni en eftir það ruddi hann sér leið á toppinn með því að vinna sigurvegar síðustu æfinga Einar Dag Brynjarsson og Rayan Sharifa. Dæmið á æfingunni var heldur engin fyrirstaða hjá honum frekar en öðrum í eldri flokki. Dæmið sem var peðsendatafl var alls ekki auðvelt en sem krossapróf þá var frekar auðvelt að finna svarið með smá grunnþekkingu í endaöflum. Það var auk þess möguleiki að einhverjir hafi séð það áður en það eru 2-3 ár síðan það var lagt fyrir á þessum æfingum. Annar var sigurvegari síðustu æfingu Einar Dagur Brynjarsson með 4,5v. Síðan komu þrír jafnir með 4v en það voru Rayan Sharifa, Garðar Már Einarsson og Andri Hrannar Elvarsson. Rayan var þar hlutskarpastur á stigum og hlaut þriðja sætið.

Bergþóra Helga Gunnarsdóttir vann yngri flokkinn með 5,5v af sex mögulegum. Hún fékk 4,5v út úr skákunum og leysti auk þess dæmið í yngri flokknum rétt. Dæmið var að vísu ekki þungt, drottning gegn kóngi og kantpeði á næst síðustu röð. Allir náðu að leysa það rétt en sum krakkanna þurftu smá aðstoð. Í öðru sæti var Brynjólfur Yan Brynjólfsson með 5v og í þriðja sæti var Sigurður Rúnar Gunnarsson.

Í æfingunni tóku þátt: Elfar Ingi Þorsteinsson, Einar Dagur Brynjarsson, Rayan Sharifa, Garðar Már Einarsson, Andri Hrannar Elvarsson, Viktor Már Guðmundsson, Sigurður Sveinn Guðjónsson, Árni Benediktsson, Ívar Örn Lúðvíksson, Bergþóraa Helga Gunnarsdóttir, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Kiril Alexander Igorsson og Eythan Már Einarsson.

Næsta æfing verður mánudaginn 5. febrúar 2018 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn áilli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.