Rayan Sharifa sigraði á æfingu 22. október sl. Rayan fékk 5,5v af sex mögulegum. Annar var Óttar Örn Bergmann Sigfússon með 3,5v og þriðji Einar Dagur Brynjarsson með 3v. Ingibjörg Edda Birgisdóttir stjórnaði þessari æfingu í fjarveru Vigfúsar.
Á æfingu 29. október sigraði Einar Dagur Brynjarsson örugglega með fullu húsi 7v af sjö mögulegum. Sex vinningar komu fyrir skákirnar og einn fyrir dæmið á æfingunni. Annar var Óttar Örn Bergmann Sigfússon með 5,5v og þriðji Rayan Sharifa með 4,5v. Sem sagt sömu sigurvegar og á síðustu æfingu en önnur röð. Veitt voru sérstök verðlaun fyrir efsta sætið í yngri flokknum til Kiril Alexanders Igorssonar. Fyrirkomulagið á æfingunni var þannig að skipt var í tvo flokka eftir aldri og getu. Í lokaumferðinni tefldu svo þau í yngri flokknum gegn þeim eldri eftir þeirri röð sem þá var í flokknunum. Á meðan tefldu Óttar og Rayan um annað og þriðja sætið.
Í æfingunum tóku þátt: Rayan Sharifa, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Einar Dagur Brynjarsson, Garðar Már Einarsson, Viktoria Sudnabina Arisimova, Timon Pálsson, Árni Benediktsson, Kiril Alexander Igorsson, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Sigurður Rúnar Gunnarsson og Ignat Igorsson.
Næsta æfing verður mánudaginn 5. nóvember 2018 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.