Rayan Sharifa sigraði með fullu húsi 6v af sex mögulegum í eldri flokki á æfingu 10. desember sl. Annar var Óttar Örn Bergmann Sigfússon með 5v og þriðji Garðar Már Einarsson með 4v. Tefldar voru fimm skákir og dæmið gat bæði bæði hálfa eða einn vinning eftir því hversu rétt það var. Nú ef það var vitlaust fékkst auðvitað enginn vinningur fyrir það. Þæmið vafðist ekki fyrir flestum þátttakenda.

Í yngri flokki var Eythan Már Einarsson og Kiril Alexander Igorsson voru efstir og jafnir með 4,5v af fimm mögulegum. Þeir vou einnig jafnir á stigum og gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign. Eythan vann hlutkestið og hlaut fyrsta sætið og Kiril annað sætið. Í þriðja sæti var svo Viktoria Sudnabina Arisimova með 3v.

Í æfingunni tóku þátt: Rayan Sharifa, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Garðar Már Einarsson, Einar Dagur Brynjarsson, Antoni Pálsson, Eythan Már Einarsson, Kiril Alexander Igorsson, Viktoria Sudnabina Arisimova, Timon Pálsson og Ignat Igorsson.

Hlé verður gert á æfingunum fram yfir áramótin. Næsta æfing verður mánudaginn 7. janúar 2018 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.