Jólapakkaskákmóti Hugins var haldið í 21. sinn í Álfhólsskóla þann 16. desember sl. Mótið var nú sem endranær eitt fjölmennasta krakkamót ársins. Þetta er þriðja árið í röð sem mótið fer fram í Álfhólsskóla og þátttakendur voru 125 sem er ágætt miðað við þann stutta undirbúning og kynningu sem var fyrir mótið að þessu sinni. Það auðveldar alla vinnu við mótið í Álfhólsskóla að þar er rúmgóður matsalur sem tekur rúmlega 100 manns að tafli og stutt í kennslustofur til að bæta við flokkum að tafli eftir þörfum.

Við flutninginn á jólapakkamótinu í Álfhólsskóla var gerð sú breyting á mótshaldinu að hætt var að mestu að nota Monradspjöldin og flestir flokkar keyrðir á tölvu. Núna vorum við með fleiri tölvur en áður og náðist loksins að sleppa alveg Monradspjöldunum. Það er ekki mikil eftirsjá af Monradspjöldunum nema í happdrættinu þar sem það er tilþrifameira að veiða spjöldin úr kassa heldur en að láta tölvuna draga. Þá fann maður vonbrigðin eða eftirvæninguna hjá krökkunum eftir því hvort liturinn á spjaldinu sem kom upp úr kassan var liturinn á þeirra flokki eða ekki.

Búið var að forskrá alla keppendur í mótið en smá tilfæringar þurfti við að bæta nýjum keppendum inn og fella út þá sem ekki mætttu og jafnvel bæta sumum inn aftur þegar þeir birtust móðir og másandi þannig að mótið byrjaði eins og alltaf rúmleg kl. 13 og fjörið hófst.

Teflt var í sex flokkum og voru keppendur allt frá 5 ára aldri og upp í 15 ára aldur. Margir sterkir skákmenn hófu sinn skákferil á Jólapakkamótinu og fyrstu mótunum má finna sigurvegara eins og Braga Þorfinnsson, Dag Arngrímsson, Davíð Kjartansson og Guðmund Kjartansson. Nú sem endranær tóku flest allir sterkustu skákmenn landsins af yngri kynslóðinni þátt. Þátttakendur komu úr 32 skólum og leikskólum sem eru nákvæmlega sami fjöldi og í fyrra. Einn keppandi er búsettur erlendis.Langflestir komu úr Álfhólsskóla eða 29 enda á heimavelli. Næstir komu svo Vatnsendaskóli með 13 þátttakendur, Háteigsskóli með 12 þátttakendur, Landakotsskóli og Rimaskóli með 9 þátttakendur og Salaskóli með 8 þáttakendur.

Úrslitin eru ekki aðalatriðinu á Jólapakkamótinu heldur að taka þátt og gleðja sig og aðra.. Allir keppendur mótsins voru leystir út með nammi frá Góu-Lindu. Allir verðlaunahafar fengu jólapakka sem og heppnir keppendur.
Í pökkunum voru meðal annars: heyrnartól, hátalarar, töskur húfur, bækur af ýmsu tagi og þar á meðal skákbækur, dót af ýmsu tagi, pizzumiðar, púsluspil, töfl, leikir og fleira. Meðal vinninga voru ýmsir vinningar frá Símanum, Landsbankanum, Bluetooth heyrnartól og hátalarar frá Heimilistækjum/Tölvulistanum. Aðrir sem gáfu gjafir í pakka voru Ferill verkfræðistofa og Dominos.

Eftirtaldir studdu við mótið og er þeim færðar miklar þakkir fyrir:

ALARK arkitektar, ÁF hús, Álfhólsskóli, Bakarameistarinn, Bílhúsið, Body Shop, Dominos, Energia, GM Einarsson múrarameistari, Guðmundur Arason ehf, Gullkistan, HBTB, Hjá Dóra matstofa, HK, Íslandsspil, Íslenska lögfræðistofan, ÍTR, Kársnesskóli, Kópavogsskóli, Lindaskóli, Mótx, Reynir bakari, Salaskóli, Sjóvá, Smáraskóli, Snælandsskóli, Suzuki bílar og Vatnsendaskóli.

Mót eins og Jólapakkamótið fer ekki fram án öflugra starfsmanna. Eftirtaldir starfsmenn komu að mótinu:

Edda Sveinsdóttir, Elín Edda Jóhannsdóttir, Davíð Ólafsson, Gunnar Björnsson, Halldór Grétar Einarsson, Vigfús Ó. Vigfússon, Alec Elías Sigurðarson, Birkir Karl Sigurðsson, Kristófer Gautason, Hildur Berglind Jóhannsdóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Jóhann Tómas Egilsson, Erla Hlín Hjálmarsdóttir, Stefán Orri Davíðsson, Lenka Ptacnikova, Adam Omarsson, Josef Omarsson, Einar Birgir Steinþórsson, Anna Guðný Björnsdóttir  Ingibjörg Edda Birgisdóttir og Pálmi Pétursson. Auk þess aðstoðuðu fjöldi foreldra og keppenda við tiltekt að móti loknu sem gekk það vel að mótið kláraðist kl. 15.30 með verðlaunafhendingu, tiltekt var lokið rúmlega kl. 16 og öll áhöld voru komin niður í félagsheimili Hugins í Mjóddinni um kl. 17 sem er rösklega gert. Allir þessi aðilar fá bestu þakkir fyrir.

En þá eru það úrslitin.

A-flokkur (2003-05)

Að þessu sinni voru keppendur heldur fáir í flokknum svo tveir elstu flokkarnir voru sameinaðir í mótinu en verðlaun voru afhent í báðum flokkum. Stephan Bríem vann flokkinn með fullu húsi 5v af 5 mögulegum. Í öðru og þriðja sæti voru Joshua Davíðsson og Árni Ólafsson með 3,5v. Elín Edda Jóhannsdóttir varð efst stúlkna.

7 tóku þátt.

Nánar á Chess-Results.

B-flokkur (2006-07):

Gunnar Erik Guðmundsson, Adam Ómarsson, Benedikt Briem voru efsti strákanna með 4v af 5 mögulegum. Í næstu sætum voru Ottó Andrés Jónsson  (3,5v) og Ótttar Örn Bergmann Sigfússon (3v).

Batel Goitom Haile varð efst stúlkna með 3,5v, Ásthildur Helgadóttir önnur, Iðunn Helgadóttir þriðja, Þórdís Agla Jóhannsdóttir fjórða og Alexandra Ivanova fimmta.

23 tóku þátt.

Nánar á Chess-Results.

C-flokkur (2008-09):

Bjartur Þórisson varð efstur með fullt hús 5v af fimm mögulegum. Í næstu sætum voru Soffia Arndís Berndsen, Aron Örn Hlynsson Scheving, Mikael Bjarki Heiðarsson og Anna Katarina Thoroddsen með 4v.

Efstir af strákunum voru: Bjartur Þórisson, Aron Örn Hlynsson Scheving, Mikael Bjarki Heiðarsson, Einar Dagur Brynjarsson (3v) og Jóhann Helgi Hreinsson (3v).

Efstar af stelpunum voru: Soffía Arndís Berndsen, Anna Katarína Thoroddsen, Karen Ólöf Gísladóttir, Katrín María Jónsdóttir og María Lena Óskarsdóttir.

26 tóku þátt.

Nánar á Chess-Results.

 

D-flokkur (2010-11):

Guðrún Fanney Biem og Jósef Ómarsson urðu efst og jöfn með 5v af fimm mögulegum. Þriðji var Gunnar Andri Benediktsson með 4v.

Efstir stráka voru: Jósef Ómarsson, Gunnar Andri Benediktsson Jón Björn Margrétarson (4v), Þórður Aron Einarsson (4v) og Antoni Pálsson Paszek (4v).

Efstu stúkurnar voru Guðrún Fanney Briem, Þórhildur Helgadóttir (4v), Elín Lára Jónsdóttir (3v), Hekla Huld (3v) og Júlía Húnadóttir (3v).

46 tóku þátt.

Nánar á Chess-Results.

 

E-flokkur (2012 og yngri):

Birkir Hallmundarson sigraði með full húsi 5v í jafn mörgum skákum. Í öðru sæti var Emilía Embla Baldvinsdóttir Berglindardóttir með 4. Í þriðja sæti var Tymon Pazek Pálsson með 3,5v.

Efstu strákarnir voru: Birkir Hallmundsson, Tymon Pálsson Paszek, Sigursteinn Styrmisson og Jónas Tryggvi Hvannberg.

Efstu stúlkurnar voru: Emilía Embla Baldvinsdóttir Berglindardóttir, Simona Ivanova, Katrín Lísa Helgadóttir og Brynja Bragadóttir.

16 tóku þátt.

Nánar á Chess-results.

 

Peðaskák:

Ingólfur Orri Svavarsson og Lemuel Goitom Haile voru estir og jafnir með 5v af sjö mögulegum. Næstir komu Ignat Leó og Róbert Leó Eiríksson með 4v.

Alls tóku 7 þátt.

Nánar á Chess-results.

 

Happdrættin:

Í hverjum flokki voru dregnir út heppnir keppendur og var reynt að hafa fjölda vinninga í samræmi við fjölda keppenda í hverjum flokki miðað við skráninguna þegar pakkarnir voru útbúnir. Í lokin var svo happdrætti með fjölda vinninga þar sem allir áttu möguleika og þar varu m.a. annars dreginn út Bluetooth hátalari frá Heimilstækjum í aðalvinning og þar datt í lukkupottinn Rökkvi Steinn Jónsson.